Andvari - 01.01.1999, Page 156
154
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
ömmu minnar. Hverfið var vafið fátæklegri grýttri fegurð sem er auðvelt að auka
með hugsun um ímyndaða staði. Allt er annað en það sem maður sér eða getur horft
á með berum augum. (75)
Það var ekki fyrr en löngu seinna, þegar maðurinn hafði heimsótt löndin
sem hann hafði áður séð í leiðslu; það var þar á þessum „svokölluðu fögru
stöðum“ sem hann átti ekki eftir að sjá
neitt fegurra en það sem birtist hvað eftir annað í svefnrofunum, grýtta auðnina fram
með sjónum. Enda er það oft fegurst sem enginn getur séð nema við sjálf og maður
verður helst að sjá það með lokuð augun eða um nótt í myrkri eða þegar ekkert sést
fyrir innri sýn. Svona getur fegurðin verið eigingjörn og falin fyrir öðrum. (75)
í leit að uppruna lífs og listar og í viðvarandi hugsun um listina séð frá
sjónarhóli lífsins, verður fleira á vegi þessa manns í hugsun um fegurð.
Svona eigingjörn og falin fyrir öðrum er hugsunin um hana til skiptanna.
En hvernig ef hún er þetta „ekkert“ sem kallað er svo? Hvernig getur það
sem í huga margra kallast „ekkert“ orðið að „frumdrögum fegurðar-
smekks“; sjálf „uppspretta fegurðarinnar“?
Á þessum litla grýtta mel sem ég hef núna í huga dró ég þegar ég var barn frum-
drögin að fegurðarsmekk mínum. Líklega dytti fáum í hug að líta þannig á málið eða
trúa að þetta svæði fyrir sunnan húsið, að þetta ekkert eins og flestir myndu segja,
hafi verið í mínum augum og skynjun uppspretta fegurðarinnar. Enginn nema sá sem
hefur kannski alist upp á öðrum mel og heldur að hann sé hinn eini sanni eða maður
sem eyddi bernsku sinni á graslendi eða í stórborg gæti látið slíka fjarstæðu frá sér
fara um melinn minn. Sá sem þannig talar hefur ekki hugmynd um að hvergi nema í
bernskunni og síðan í skáldskapnum kunnum við best að meta það sem jaðrar við að
vera ekkert, fljótt á litið, en allt við nánari aðgæslu. Barnið lifir í fegurð þess sem lítur
út fyrir að vera úr engu gert eða einföldu eða litlu. (102-103)
En í hvernig fegurð lifir skáldið?
Skáldið virðist lifa hugsunina um fláræði skynjunarinnar og spyr sig
spurninga á borð við: „Getur verið að ég hafi litið skökkum augum á lífið
og fegurð þess fyrir einum sólarhring?“ „Er ég tileygur eða rangeygur hvað
varðar sérsvið mitt, það að hafa vit á hvoru tveggja?“ „Ber ég í raun og
veru ekkert skynbragð á það sem er fagurt eins og mamman sem finnst
sinn fífill fegurstur, barnið sem hún hefur fætt, því hún er eigingjörn og
blind á fegurð annarra fífla?“ (103).
í kjölfar þessara spurninga reifar maðurinn í húsinu afrakstur kerfis-
bundinnar fagurfræði, eða þeirra lögmála um fegurð sem líta með reglu-
legu millibili dagsins ljós, segir frá tilraunum til að finna „skynsamleg og
ákveðin lögmál fyrir fegurðinni, til að koma í veg fyrir að hún eða öllu
heldur smekkurinn geti alltaf leikið lausum hala í lostasögunni“ (104). En