Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 12

Andvari - 01.01.1957, Page 12
8 J. Eyþórsson ANDVARI Þessi voru börn þeirra Péturs og Jórunnar í Valadal: 1. Hannes, bóndi á Skíðastöðum. 2. Pálmi, bóndi á Sjávarborg, seinna kaupfélagsstjóri og loks kaupmaður á Sauðárkróki, kvæntur Helgu Guðjónsdóttur prests Þlálfdánarsonar. 3. Pétur, bóndi á Bollastöðum í Blöndudal, kvæntur Sigur- björgu Guðmundsdóttur bónda s. st. 4. Jón, bóndi á Nautabúi og Eyhildarholti í Skagafirði, kvæntur Sólveigu Eggertsdóttur Jónssonar prests á Mæli- felli. 5. Halldóra, gift Ólafi Briem alþingismanni á Álfgeirsvöll- um. 6. Herdís, gift séra Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi. 7. Steinunn, gift séra Vilhjálmi Briem, Reykjavík. Hún er nú ein þeirra systkina á lífi. 8. Ingibjörg, kennslukona á Sauðárkróki. Giftist ekki. Kappsemi, kraftar og drengskapur hafa verið talin ættar- fylgja þeirra föðurfrænda Pálma Elannessonar í Skagafirði. Móðurætt Pálrna á sínar sterkustu rætur í Húnavatnssýslu. Ingibjörg Jónsdóttir, móðir hans, var fædd að Þóreyjarnúpi i Línakradal (1857), en fluttist ung með foreldrum sínum að Haga- nesi í Fljótum og ólst þar upp að mestu. Faðir liennar, Jón Eiríksson, var ráðsmaður hjá Sveini bónda Sveinssyni í Haga- nesi. Jón var Þingeyingur að ætt. Móðir Ingibjargar, Sigurlaug Engilbertsdóttir, var ættuð úr Miðfirði og Vesturhópi. Má rekja ætt hennar til Guðmundar Björnssonar Skagakóngs að Höfnum og Auðúlfsstöðum, en hann var langafi séra Arnljóts Ólafssonar og langalangafi Björns rektors Ólsens. Þegar Ingibjörg var stálpuð orðin, fluttist hún til frænd- fólks síns í Höfðahverfi við Eyjafjörð. Síðan var hún við nám í Laugalandsskóla og fyrst á eftir ráðskona við heimavist skólans. Þaðan fluttist hún vestur að Álfgeirsvöllum í Skagafirði, en þar bjuggu þá Pétur frá Valadal og tengdasonur hans, Ólafur Briem- Þar giftist lnin Hannesi Péturssyni, sem fyrr segir.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.