Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 22

Andvari - 01.01.1957, Page 22
18 J. Eyþórsson ANDVAHI um norðlenzka hesta. Sigurður var gamall bekkjarbróðir Pálma og góðvinur frá skólaárum. Hygg ég honum hafi þótt hvort tveggja góð skemmtun að rifja upp gömul kynni við Sigurð og baldna fola. f ferðum með Pálma voru oft þeir Steindór Steindórsson grasafræðingur, Magnús Björnsson fuglafræðingur og Finnur Jónsson listmálari. Sumt af dagbókum Pálma er hreinskrifað og svo vandlega frá gengið, að vel mætti birta án þcss að breyta stafkrók. Aðrar eru aðeins drög og minnisgreinar, sem engmn er fært að nota til hlítar nema höfundi. Það var ósk Pálma og von, að hann gæti að lokum fengið starfshvíld og haldið heilsu til þess að vinna úr þeim efnivið, er hann hafði dregið að sér í aldarfjórðung- Því miður auðnaðist það ekki. — En náttúrulýsingar Pálma, þasr sem liann hefur látið frá sér fara, eru margar svo snjallar og orðhagar, að fáir eða engir hafa betur gert. Þær eru gerða af kunnáttu fræðimanns, lirifningu listamanns og óvenjulegu valdi yfir móðurmáli. Hið sama gildir velflest sem Pálmi ritaði. Sögur sagði hann flestum bclur, enda voru útvarpsþættir hans vinsælh lijá alþjóð manna en flest annað talað orð á þcim vettvangi. Um íslenzka tungu og tök Pálma á henni má vel vitna til þess, er sagt var um Grím Thomsen (Andvari 23., ár): „Ströng málfræðisleg og bókstafleg þekking hans á málinu var ekki meiri en almennt gerist, . . . en hann liafði aðra þekkingu á málinu, sem mörgum af þeim svonefndu ströngu málfræðing' um er alveg fyrirmunað, . . . og það var þekking hans á og tiT finning fyrir fegurð þcss og afli, auðlegð þess og orðgnótt, dýpt þess og andríki“. Svo ritaði dr. Jón Þorkelsson yngri. Um þær mundir, er 100 ár voru liðin frá því að Jónas Hall' grímsson bar fram tillögu sína um íslandslýsingu á fundi Bók- menntafélagsins, beitti Pálmi sér fyrir því, að Menntamálaráð léti semja og gefa út nýja, ýtarlega lýsingu á íslandi. í útvarps- erindi, sem Pálmi flutti 16. nóv. 1938 kemst hann svo að orði m. a.: „Mér kcmur oft í hug söknuður þess, sem orðið gat, en ekki varð, og eitt er það, að Jónasi Hallgrímssyni skyldi ekki

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.