Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 23

Andvari - 01.01.1957, Side 23
andvari Pálmi Hannesson rektor 19 endast aldur til að rita lýsingu landsins. . . . Eins og Jónas hefur kennt íslenzkum skáldum að yrkja, hefði hann einnig kennt íslenzkum náttúrufræðingum að rita. En örlögin vildu annað . . .“ Nú má hið sama segja um Pálma Hannesson látinn. Hann °g enginn annar hefði átt að sernja nýja íslandslýsingu. Ef til vill eru aðrir, sem geta skrifað hana af enn meiri lærdómi, en enginn af jafn mikilli snilli og nærfærni. — „En örlögin vildu annað“, og enn er þetta verk í deiglunni. Pálmi Hannesson lætur ekki eftir sig neitt stórverk í rituðu niáli, en býsna margt hefur hann þó fært í letur, sumt prentað 1 bókum, tímaritum og blöðum, en margt í handriti, t. d. flest utvarpserindi og skólaræður. Úrval náttúrulýsinga og frásagna eftir hann er nú í prentun, allmikil bók, sem Menntamálaráð gefur út. Þegar gætt er hins annasama embættis Pálma og marg- þætta félagsmálastarfs, verður ekki annað sagt en honum hafi unnizt furðu mikill tími til ritstarfa. Fljótvirkur var hann ekld, en vandvirknin dæmafá, og sést það bezt í handritasafni hans, auk þess sem ég kynntist af eigin raun vinnubrögðum hans af margra ára samstarfi um útgáfu hóka. Allnákvæm skrá yfir jrrentuð dtverk Pálrna fylgir minningargrein um hann eftir Jóhannes Askelsson í Náttúrufræðingnum, 26. árg., og vísast til hennar. STJÓRNMÁL. FÉLAGSMÁL. ÞINGMENNSKA. Eftir Pálmi Hannesson kom til Akureyrar að námi loknu, mun hann hafa talið sig eiga samleið með Alþýðuflokknum, en ekki er nrér kunnugt unr, að hann tæki virkan þátt í stjórnmálum, enda mun hann aldrei liafa verið flokksbundinn á þeim árum. f3að átti ekki heldur vel við skaplyndi og skoðanir Pálma í raun °g veru, að ganga undir jarðarmen pólitískra samtaka, enda varar hann nemendur sína við því hvað eftir annað. í skólasetn- lngarræðu 1931 kemst hann m. a. svo að orði: „Þið skipið ykkur í flokka án þess að spyrja okkur, sem eldri ei'um, leyfis eða ráða. En eitt langar mig til að segja ykkur: Látið ekki tilfinningar draga ykkur í dilka, heldur skýra hugsun

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.