Andvari - 01.01.1957, Side 40
36
Sigurður Þórarinsson
ANDVAIU
daga flugsins var hún einangraðasta íslenzka byggðin; framundan
brotna öldur opins útbafs á hafnlausri sandströnd, að baki er
mest jökulbreiða jarðar milli heimskautsbauganna, á báðar hliðar
víðáttumestu sandar landsins og þær jökulár, er einna torfær-
astar þykja. Svo mikil var einangrunin, að talið var, að Oræfi
væru ein af þeim fáu byggðum á jörðinni, sem mýs befðu
aldrei kornizt í, enda reyndist ómögulegt að bafa þar ketti, þeir
drápust úr leiðindum.
Seint beld ég að menn verði sammála um það, bver sé fegurst
byggð á landi hér. En fáir, er til þekkja, hygg ég að treystist til
að andmæla þeirri staðhæfingu, að ekki rnuni stórleikur land-
skaparins annars staðar meiri en milli þeirra sanda, er forðum
hétu Breiðársandur og Lómagnúpssandur. Hér veldur Öræfa-
jökull rnestu um. Idann er mestur íslenzkra eldfjalla og aðeins
eitt eldfjall í Evrópu, Etna, er meira að rúmmáli, en tvö bærri,
Etna og Beerenberg. Rúmmál Öræfajökuls er 270 km3, en
Snæfellsjökuls 60 km3 og Heklu enn nrinna. Upprunalega
mun fjallið bafa heitið Knappafell, eftir bnöppum þeirn þrern, sem
rísa upp af suðurbarmi gígsins. En upp af norðvesturbarmi þessa
gígs, sem er miklu mestur allra gíga landsins, rís líparíttindurinn
Hvannadalshnúkur, sem ber með sórna íslenzka hæðarmetið.
Sem jöklasvæði eiga Öræfi fáa sína líka. Frá jökulhettu bins
mikla eldfjalls teygir sig fjöldi skriðjökla niður á láglendið í suð-
austri, suðri og vestri. Þeir eru brattir bið efra, skriðmiklir og
sprungnir ferlega, og undan sporðum þeirra renna straumharðar
og stórgrýttar jökulár, er lítt bemjast í farvegum sínum, en byb'
ast til beggja hliða yfir gróðurvana aurkeilur.
Um langan aldur, eða síðan um 1600 a. m. k., hafa býlin i
Öræfum verið átta, frá austri reiknað: Kvísker, Hnappavelbr,
Fagurhólsmýri, Hofsnes, Hof og Sandfell, bvorttveggja kirkju-
staðir, Svínafell og Skaftafell. Sérkennilegt fyrir Öræfi hefur
löngum verið margbýlið á sumum bæjunum. Á Elnappavölbun
munu nú 5 býli og 7 bændur og sömuleiðis á Hofi. Skanrmt
er síðan fimmbýli var í Svínafelli og þríbýli í Skaftafelli.