Andvari - 01.01.1957, Qupperneq 43
andvari
Hérað milli sanda og eyðing þess
39
eru nefndir á nafn og aðeins einn þeirra, Sandfell, er nú sýni-
legur, og þó í eyði. Hér kynnumst við kirkju stórauðugri að
löndum og lausum aurum, og er hún með öllu horfin, en legu
hennar viturn við nokkurn veginn. Rauðilækur hefur veriö úti
á aurunum alllangt fram af Sandfelli. Byggðin er nefnd því
stórlátlega nafni Hérað og svo nefnist hún innansveitar meðan
Rauðilækur er uppistandandi, eða þá Hérað milli sanda. En í
plöggum Skálholtsstóls og víðar utansveitar fær hún nafnið Litla-
hérað til aðgreiningar öðru og stærra héraði í Austfirðingafjórð-
ungi, FljótsdalshéraÖi. Máldaginn í heild ber ríkri byggð vitni.
Þó má lesa úr honurn, að farið sé að ganga á skóga, og hann
bendir einnig til takmarkaðs beitilands, en það hefur löngum
einkennt byggðir Austur-Skaftafellssýslu. Kirkjan er búin að
sölsa undir sig mikið af fjörum og er það vegna reka og orknadráps.
Svo vel vill til, að varðveittir eru máldagar allra alkirkna í
Héraði frá þ ví laust fyrir miÖbik 14. aldar. Þessar kirkjur eru:
Maríu kirkja að Breiðá, Maríu kirkja að Hnappavöllum, Klemenz
kirkja að Hofi og Maríu kirkja að Rauðalæk. Kirkja í Svína-
felli virðist þá hafa veriÖ af lögð.
Auk þess sem Breiðárkirkja á þá Hólaland og Helli inn eystri
k'ggja undir þá kirkju 2 bænhús. Undir Hnappavallakirkju liggja
4 bæir að allri skyldu og eru 3 bænhús, en undir Hofskirkju 2
Þæir að tíundum og bænhús á hvorum. Rauðalækjarkirkja á enn
jarðirnar Hlaðnaholt, Langanes og Bakka auk heimalands, og
auk þess liggja þar undir 10 bæir að tíundum, þar til koma hálf-
kirkjur í Sandfelli og Jökulfelli. Bænhús eru þrjú og þaÖ fjórða
nýlagt niður.
Samanlagt eru hér uppreiknuð 17 guðshús, þar af 4 alkirkjur,
l7- e. kirkjur með prestsskyld, 2 hálfkirkjur og 11 bænhús. Að
Hðbættum þeim öðrum bæjum, er tíundir greiða eða kirkjurnar
eiga að öllu, er bæjatalan samkvæmt þessum máldögum nær 30.
I máldögum þessum finnum við nöfn á samanlagt 24 bæjum,
við vitum einnig með vissu um nokkra bæi í Lléraði auk þeirra,
sem nefndir eru á nafn í þessum máldögum, m. a. þann bæ,