Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 57

Andvari - 01.01.1957, Page 57
andvari Brot úr verzlunarsögu 53 Þeir Þórður og Pétur koma síðar mikið við verzlunarsögu norðan- lands, en eigi áttu þeir neinn þátt í því að treysta viðskipta- sambandið við Bretland. Þar varð Þorlákur Ó. Johnson aftur á rnóti nrikill brautryðjandi, enda átti hann sterkan bakhjarl þar sem Jón Sigurðsson var, en hann hafði mikinn áhuga á því að losa íslandsverzlunina undan ofun'aldi danskra kaupmanna. í umræðum um stofnun Gránulélagsins kemur það fram, að Éyfirð- mgar höfðu augastað á Þorláki til aðstoðar við að korna sam- tökum sínum í samband við brezk verzlunarhús, þótt eigi heppn- aðist það. Sýnir þetta meðal annars, hvert orð Þorlákur hafði á ser urn þessar mundir, enda var hann landskunnur rnaður nokkru fyrr en þetta var, m. a. af tilraun sinni til þess að koma í kring útlkitningi lifandi fjár til Bretlands. í fyrsta bindi af Ævisögu Tryggva Gunnarssonar er stutt- fega að því vikið í þætti um dvöl Tryggva í Kaupmannahöfn veturinn 1863—1864, að margt hefði í umræðu borizt með þeim Jóni Sigurðssyni um verzlunar- og atvinnumál íslendinga, ekki sízt afurðasölumál bænda, og þá fyrst og fremst, hversu k°ma rnætti í verð íslenzku kindakjöti. Um þessar mundir og ahlöngu fyrr höfðu Bretar tekið upp þann hátt að flytja inn lifandi pening til slátrunar. Fóru þeir flutningar að mestu fram yfir Norðursjó, frá meginlandinu, og var þar einkum um naut- pening að ræða. Á þessum tímum var frysti- og kælitækni á lágu stigi og alls ekki unnt að flytja nýtt kjöt óskemmt milli landa, en saltað kjöt var í lágu verði í Englandi og jafnvel lítt seljanlegt. Jón Sigurðsson hafði á þessum árum náið samband við frænda sinn, Þorlák Ó. Johnson, sem dvaldist í Englandi, svo sem fyrr var sagt, en Þorlákur vann við verzlun þar í landi og lét sér annt um að kynna sér alla möguleika á því að efla viðskipti slendinga við Breta. Eigi skorti það, að Bretar hefði vaming ^ikinn og góðan, er íslendingum myndi hagkvæmt að kaupa. fföfuðvandinn var að afla markaða í Englandi fyrir íslenzkar vörur, en ef það tækist, myndi auðvelt að beina viðskiptum ís- endinga til Bretlands. Þegar hér var komið mátti kalla, að Bretar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.