Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 59

Andvari - 01.01.1957, Page 59
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu 55 eins og áhorfðist, má fara nærri um það, að rnargir fögnuðu því, er um sauðakaup þessi fréttist, að eiga kost á því að geta losað sig við geldfé sitt við góðu verði í slíku hallæri. A sýslufundi Þingeyinga 29. júní, skýrði Tryggvi frá erindum Þorláks og kjör- um, sem í hoði voru samkvæmt samningi þeirra. Skyldi greiða til jafnaðar 6 rd. fyrir veturgamla kind, 9 rd. fyrir tvævetran sauð og 11 rd. fyrir lullorðinn sauð, þrevetran eða eldri. Leizt fundarmönnum vel á þessa verzlun og var samþykkt á fund- uaum að reyna að ná samningi urn sölu á 1000—2000 fjár eða nieira. Féð skyldi alhent á Akureyri dagana 17.—19. sept. Var ákveðið, að bændur í Þingeyjarsýslu vestan Reykjaheiðar skyldi sitja fyrir fjársölunni, en ef eigi fengist full fjártala úr þessurn sveitum, yrði við bætt fé úr Eyjafirði. Rætt var um að taka 1 £ fyrir a. m. k. 8 rd. 48 sk., en gefa meira, ef kaupmenn gæfi hærra verð. Ákveðnar voru sektir, 100 rd. fyrir hvert hundrað sem skorti á tölu þess fjár, sem lolað var. Flinn 1. júlí kom Þor- lákur aftur í Hallgilsstaði úr för sinni austur á Flérað, og hina næstu daga sömdu þeir Tryggvi um kaup á 2500 fjár. Var I rygg\'i hinn ánægðasti með verzlun þessa. Viku síðar ritar hann Sigurði L. Jónassyni á þessa leið: „Ég hefi nýlega gert samning við Þ. Johnson, að selja honunr héðan úr sýslu 2500 sauðfjár í Þaust fyrir hærra verð en við hér höfum átt að venjast. Mig gleður það, að þessi fjársala við Englendinga komst á, og ég skal styðja að því, að hún hafi framhald.“ Flér rnátti Tryggvi trútt nni tala, því þótt nafni hans hafi hingað til verið lítt á loft haldið 1 sambandi við upphaf sauðasölunnar til Bretlands, má bert kalla, ;'ð það var fyrst og fremst hann, sem stóð á hak við framkvæmdir Þorláks í máli þessu. Þess var getið í fyrsta hindi af sögu Tryggva Gunnarssonar, að Tryggvi hreyfði sauðasölumálinu á héraðsfundi Þingeyinga vorið 1865 og var honum þar falið að vinna að því, að það lengi framgang. I bréfi til hreppstjóra eins í Suður- Þingeyjarsýslu unr samningana við Þorlák 1866 segist hann hafa 1 tvö ár reynt að koma á viðskiptum við England og nú sé sú °sk loksins uppfyllt. En í rauninni þarf ekki frekari vitna við.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.