Andvari - 01.01.1957, Síða 71
ANDVARI
Brot úr verzlunarsögu
67
landinu en reisa aftur við þjóðtungu sína, norskuna, það mál,
sem enn lifði á vörum alþýðu í ýmsum byggðum landsins og
nátengt var að fornu íslenzku rnáli. Hreyfing þessi var allsterk
í héruðum landsins vestan fjalls, en þar ríkti þá framtak og
framsókn í verzlun, iðnaði og útvegi, en Björgvin var ein stærsta
og öflugasta miðstöð þessa gróandi þjóðlífs.
Þess er ekki kostur um sinn að rita ýtarlega um þau tíðindi,
sem hér gerðust á árunum 1869—1873, þótt vert væri. Hið fyllsta,
sem urn þetta efni hefir kannað verið og skráð á vora tungu, er
grein um íslenzka samlagið í Björgvin, eftir Gils Guðmundsson,
birt í tímaritinu Rétti 1949. Er noldcuð stuðzt við þá ritgerð hér.
Kemur þar mest við sögu kaupmaður einn í Björgvin, Henrik
Krohn að nafni, hugsjónamaður og skáld og sterklega hneigður
til hinnar þjóðlegu stefnu í menningarbaráttu Norðmanna.
Elenrik Krohn átti rnanna mestan þátt í stofnun félags, Vest-
nrannalaget, er síðar lét mjög til sín taka í þjóðernisbaráttu Norð-
nranna. Krohn var einn þeirra manna, er stóðu Jóni Sigurðssyni
nærri og átti bréfaskipti við hann, en þau bréf lutu einkum að
því, hversu Norðmenn fengi rétt íslendingum hjálparhönd í
þeinr nauðurn, sem þeir voru þá í staddir fjárhagslega og stjóm-
málalega.
A þeirn árum, sem Sveinbjörn Jakobsen rak verzlunina Liver-
pool í Reykjavík, 1867—1868, vann hjá honum Þorsteinn (Svein-
björnsson) Egilsson. Árið 1869 keypti Þorsteinn hina svokölluðu
Elamarskotsmöl í Hafnarfirði. Þorsteinn var guðfræðingur að
menntun, maður gáfaður og hneigður til skáldskapar, en jafn-
Kanit vel fallinn til kaupsýslu og verklegra athafna, enda gerðist
Eann er stundir liðu atkvæðamikill útgerðar- og kaupsýslu-
maður. Fara má nærri um það, að Þorsteinn hafi ekki haft mikið
tekstursfé til verzlunar, er hann hafði nýkeypt Elamarskots-
mölina. Varð honum það til ráðs sumarið 1869, ef til vill að
Evötum Jóns Sigurðssonar, að hann ritaði Henrik Krohn bréf,
þar sem hann lagði til, að kaupsýslumenn í Björgvin stofnuðu
lélag til útgerðar og verzlunar á íslandi, vafalaust í sambandi