Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1957, Side 74

Andvari - 01.01.1957, Side 74
70 Þorkell Jóhannesson ANDVARI Svo er talið, að líkindum með réttu, að Samlaginu yrði það helzt að fótakefli, að það skorti rekstursfé. Hér gátu íslendingar ekkert fram lagt, þótt til þess væri ætlazt, eða vildu ekki. Hins vegar munu ýmsir verzlunarfélagsmenn á Islandi hafa litið svo á, að í rauninni hefði allt annað fyrir þeim vakað 1869—1870 en að gerast viðskiptamenn nýrrar selstöðuverzlunar. Þetta sýndu Breið- firðingar í verki sumarið 1871, er þeir sendu skip mannað sínum mönnum og hlaðið vörum til Björgvinjar til vörukaupa. Þótti það frækileg för. Þess má og geta, að Jón Guðmundsson talar alltaf um norsku verzlunina í blaði sínu Þjóðólfi 1870—1871, þar sem hann getur athafna Samlagsins. Honum var ljóst, að í rauninni hafði forgöngumönnum verzlunarsamtakanna á suð- vesturlandi misheppnazt verk sitt þegar í fyrstu lotunni og voru nú, eftir tvö ár, engu nær um að koma á fót sjálfstæðri inn- lendri verzlun. Þeim hafði aðeins tekizt að bæta verzlunina dálítið með því að koma til leiðar nokkurri samkeppni milli Sain- lagsins og kaupmanna og var það að vísu góðra gjalda vert, en tæplega mátti samt við slíkt una til lengdar. Hingað til höfðu Sunnlendingar, þ. e. bændur úr Rangár- vallasýslu og Árnessýslu, lítt haft sig í frannni um þátttöku í sam- vinnu til verzlunarbóta. Hinn 22. apríl 1873 birtist í Þjóðólfi upphaf á ritgerð, er nefndist Hugvekja um samtök til almennrar félagsverzlunar í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, undirrituð Nokkrir Árnesingar. Var hér hreyft tillögu um stofnun hlutafélags bænda til verzlunarreksturs að fyrirmynd norðlenzku félaganna. Var uppi fótur og fit um allt Suðurland á útmánuð- um og fram á vor 1873 og mikill hugur í bændum víða um sveitir. Um líkt leyti varð hreyfing allmikil vegna þessara mála í Reykjavík og þar í grennd. Hér hafði félag Seltirninga undir stjórn Magnúsar Jónssonar forustuna. Samtök þessi höfðu haldið sér út af fyrir sig og ekki runnið inn í norsku verzlunina haustið 1870, en vafalaust hafði starfsemi þeirra verið tilþrifalítil, nær eingöngu pöntun helztu nauðsynjavöru. Nú vildu ýmsir félags- menn færa út kvíarnar, efla félagið að þátttöku og koma á fót

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.