Andvari - 01.01.1957, Blaðsíða 91
andvari Þáttur um skipsströnd í Skaftafellssýslu 87
greiðslum fyrir útilátna þjónustu, sem ella voru eigi tök á að
jafnaði.
Marglitar lýsingar mætti gefa af fyrrurn ströndum í Skafta-
fellssýslu, urn ótrúlega hrakninga á sjó og landi, í grimmdar-
frostum, og manndauða af þeim sökum, einnig ýmis hreysti-
verk og snarræði; hin einkar viðfelldnu viðskipti milli bænda-
fólksins og gestanna, sem síðar urðu rómuð og rnjög þökkuð —
og viðurkennd af aðstandendum erlendis; sem og meðferð strand-
mála og aðgerðir af hálfu æðri og lægri í þessu héraði og hafa
nægilegir vitnisburðir komið fram þar að lútandi. Er þessa ljúft
að minnast nú, er upp er runnin „önnur öld“, ef svo rnætti
segja, í gangi þessara mála með nýjum kostum og kynjum,
tækjum og tilþrifum, sem þó var að ýmsu leyti komið eða að
kornast á, er ég hvarf úr héraði (1947): Sími þá kominn um
allar jarðir, til nota við öll boð og ráðstafanir, og voru þar með
„ríðandi hraðboðar“ úr sögunni; hifreiðar til taks hvarvetna um
sveitirnar, er tóku strandmenn mjög bráðla og fluttu þá hratt
og örugglega þangað, er þeir skyldu komast til frekari heimflutn-
ings, og lögðust þá niður hinir sögulegu strandmannaflutningar
á hestum. Sannarlega má þar segja: Tvennir verða tímarnir. Og
loks koma svo flugvélarnar til. Tæki eru komin í skip og tök
á landi. Slysavarnarsveitir tilbúnar á flestum stöðum með suður-
ströndinni, er gefið hafa góða raun á síðustu árum einnig þar
austur (ekki sízt í „höfuð-strandbælinu“, Meðallandi).
Vellýsandi vitar eru nú ekki færri en 10 eða 11 í Skafta-
fellssýslu (báðum sýslum), frá Lónsheiði að Jökulsá á Sólheima-
sandi, en voru aðeins tveir, er ég kom til sýslunnar (1918) — á
Dyrhólaey reistur að upphafi 1910 og Ingólfshöfða reistur 1916.
Vitaskuld á það að draga úr sjóvillum við landið, ásarnt öðrum
tilfærum, en í reyndinni virðist því rniður ekkert einhlítt til þess
að forða skipum frá óförum eins og ströndum. Síðustu 10 árin
niunu ekki færri en 6 skipsströnd hafa borið til í Skaftafellssýslu
og raunar öll í Meðallandi eða skammt austar, og tókst björgunar-
sveitum að bjarga skipshöfnum, en þetta voru: 2 enskir togarar,