Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.1951, Blaðsíða 8
4 Guðmundur Gíslason Hagalin andvari en ýmsir líka með þeim ásetningi að leiða sjálfir sjálfa sig eða taka þátt í sameiginlegum átökum, þjóðinni allri til aukinnar hagsældar. Einstakir framtaksmenn hófust handa um skipakaup og bættar aðferðir urn verkun og nýtingu fiskjar, aðrir liugðu á nýjungar í búskaparháttum og mynduðu jafnvel með sér samtök, sem mið- uðu að framförum í ræktun og vinnubrögðum, og á nokkrum stöðum á landinu tóku menn höndum saman um endurbætur á verzluninni. Þingeyingar stofnuðu menningarfélög og lands- málasamtök og tóku að kynna sér erlendar stefnur í félagsmálum og bókmenntum. Formælendur Ameríkuferða og andstæðingar þeirra vógust á; í baráttunni fyrir auknu sjálfstæði þjóðarinnar var haldið áfram, og meira umrót, meira andlegt vorveður var hér í landi en nokkru sinni fyrr síðan á gullöld íslendinga. Á þessurn tímum aukinna vona, framtaks og menningarvið- leitni, þar sem uggur um landauðn var á öðru leitinu, mótuðust þeir mörgu brautryðjendur, sem á öllum sviðurn íslenzks atvinnu- og menningarlífs höfðu forystu um stórfelldar breytingar á fyrstu þrem áratugum þessarar aldar og þokuðu þjóðinni lengra í fram- faraátt á fjölmörgum sviðum en hún hafði áður komizt á þúsund árum. Einn af bjartsýnustu, drenglyndustu og starfsömustu mönnunum í þessu forystuliði var dr. Guðmundur Finnbogason. Guðmundur Finnbogason íæddist að Arnstapa í Fjósavatns- skarði í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. júní 1873. Foreldrar hans voru Finnbogi bóndi Finnbogason og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir, Jónssonar, bónda á Belgsá. Þau hjón voru gáfuð og bók- hneigð, iðjusöm og með afbrigðum notinvirk. Þau höfðu lítið bú og áttu stóran hóp barna, en komust samt af fyrir sig og sína. Guðmundur Finnbogason segir í einni af ræðum sínum: „Þau voru einyrkjar með stóran barnahóp á harðbalakoti norður í Fjósavatnsskarði. Mér hefir alltaf fundizt það einhver óskiljanlegasta gáta hagfræðinnar, hvernig þau gátu framfleytt okkur hjálparlaust, svo lítil sem efnin voru. En þar var áreiðan- lega farið vel með lítið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.