Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 8

Andvari - 01.01.1951, Side 8
4 Guðmundur Gíslason Hagalin andvari en ýmsir líka með þeim ásetningi að leiða sjálfir sjálfa sig eða taka þátt í sameiginlegum átökum, þjóðinni allri til aukinnar hagsældar. Einstakir framtaksmenn hófust handa um skipakaup og bættar aðferðir urn verkun og nýtingu fiskjar, aðrir liugðu á nýjungar í búskaparháttum og mynduðu jafnvel með sér samtök, sem mið- uðu að framförum í ræktun og vinnubrögðum, og á nokkrum stöðum á landinu tóku menn höndum saman um endurbætur á verzluninni. Þingeyingar stofnuðu menningarfélög og lands- málasamtök og tóku að kynna sér erlendar stefnur í félagsmálum og bókmenntum. Formælendur Ameríkuferða og andstæðingar þeirra vógust á; í baráttunni fyrir auknu sjálfstæði þjóðarinnar var haldið áfram, og meira umrót, meira andlegt vorveður var hér í landi en nokkru sinni fyrr síðan á gullöld íslendinga. Á þessurn tímum aukinna vona, framtaks og menningarvið- leitni, þar sem uggur um landauðn var á öðru leitinu, mótuðust þeir mörgu brautryðjendur, sem á öllum sviðurn íslenzks atvinnu- og menningarlífs höfðu forystu um stórfelldar breytingar á fyrstu þrem áratugum þessarar aldar og þokuðu þjóðinni lengra í fram- faraátt á fjölmörgum sviðum en hún hafði áður komizt á þúsund árum. Einn af bjartsýnustu, drenglyndustu og starfsömustu mönnunum í þessu forystuliði var dr. Guðmundur Finnbogason. Guðmundur Finnbogason íæddist að Arnstapa í Fjósavatns- skarði í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 6. júní 1873. Foreldrar hans voru Finnbogi bóndi Finnbogason og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir, Jónssonar, bónda á Belgsá. Þau hjón voru gáfuð og bók- hneigð, iðjusöm og með afbrigðum notinvirk. Þau höfðu lítið bú og áttu stóran hóp barna, en komust samt af fyrir sig og sína. Guðmundur Finnbogason segir í einni af ræðum sínum: „Þau voru einyrkjar með stóran barnahóp á harðbalakoti norður í Fjósavatnsskarði. Mér hefir alltaf fundizt það einhver óskiljanlegasta gáta hagfræðinnar, hvernig þau gátu framfleytt okkur hjálparlaust, svo lítil sem efnin voru. En þar var áreiðan- lega farið vel með lítið."

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.