Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 26

Andvari - 01.01.1951, Page 26
22 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI kynnti hann löndum sínum margar nýjungar. Hann mat gamla hluti og venjur eftir gildi þeirra, og svo var og um það nýja. Ef honum virtist það til aukinnar fegurðar og æskilegrar fjölbreytni í ríki íslenzks gróanda, tók hann því tveim höndum, en snerist öndverður gegn öllu, sem honum virtist sjúklegt, stríða gegn lögmálum heilbrigði og fegurðar og vera líklegt til að sýkja eða lýta. Guðmundur Finnbogason var samur sem maður og rithöf- undur, og þó að ég viti, að á fleiri en einu og fleiri en tveimur sviðum íslenzks menningarlífs hafi hann haft mikil og heillavæn- leg áhrif, þá er það trúa mín, að þá er þjóðin hefur áttað sig eftir vímu stríðsgróða og heillun erlendra og innlendra særinga- manna og seiðskratta, sem nú um hana villa, þá muni verða snúið meira inn á þær brautir, sem Guðmundur taldi heillavæn- legar, og safnað úr ritum hans heilræðum og spakmælum og þau gefin út, því að þá muni æskan snúa sér að því af alvöru og kappi ,,að smíða sólina, er leiði dag yfir landið", og sjái, að „efnið í þá sól er hæfileikar þjóðarinnar."

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.