Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 30

Andvari - 01.01.1951, Page 30
26 Barði Guðmundsson ANDVARI svo nauðalíka um skapgerð alla sem Þorvarð á Fornastöðum og Sturlu Þórðarson. Báðir teljast þeir vitrir menn og góðir drengir. Þeir eru friðsamir íyrirhyggjumenn, hóglátir og hófsamir, en fastir fyrir og þykkjuþungir, ef á þá er leitað. „Þorvarður Höskulds- son var rnaður óafskiptinn unr málaferli. Hann bauð nær jafn- aði, enda gekk eigi af því“ segir í Ljósvetninga sögu. Þau um- mæli gætu alveg eirs hæft Sturlu Þórðarsyni. Báðir virðast þeir Þorvarður vera rnjög trúhneigðir og tala guðrækilega á landflótta- ferðum sínum. Þegar Hallur Otryggsson og Þorvarður verða að hverfa af landi brott eftir víg Koðráns Guðmundssonar réðust þeir á skip með austmönnum í Svaríaðardalsárósi. Gaf þeim eigi byr í fyrstu. Kváðust austmenn „mundu rýma skip eða láta Hall af skipi. Þorvarður svarar: „Tökum annað ráð. Föstum þrjá daga og vitum hvort Guð sýnir eigi hvað veldur". Er saga þessi auð- vitað sögð til þess að vekja athygli á trúartrausti Þorvarðs. Og aftur víkur höfundur að hinu sama, er hann greinir frá um- mælum Þorvarðs, þá er hann í útlöndum frétti um víg Þórarins bróður síns. „Langt er nú öxanna vorra á milli og þeirra Möðru- vellinga og það vilja þeir enn, að þær takist til, ef eg kem til Islands — og verði nú sem Pétur postuli vill. Ætla eg þó að betra væri, að eg kærni eigi út aftur“. Þegar Magnús konungur Flákonarson tók að blíðkast við Sturlu, var það eitt sinn, að hann „bað taka silfurker fullt af víni og drakk af nokkuð, fékk síðan Sturlu og mælti: „Vín skal til vinar drekka“. Sturla rnælti: „Guð sé lofaður að svo sé . . . • Sturla sagði konungi vel og einarðlega frá skiptum þeirra Hrafns. „En nú veit eg, herra, að eg hefi afíluttur verið við föður yðar og yður af óvinum mínum og eigi með sönnu efni. Nú þarf eg sem allir aðrir Guðs miskunnar og yðar ásjá, herra, og nú er allt mitt mál á yðar valdi“. Langtum öruggara dærni unr trúrækni Sturlu er þó falið í lokaorðum þáttar hans: „Hann var þá nær sjötugur, er hann andaðist. Var líkami hans færður á Staðarhól og jarðaður þar að kirkju Péturs postula, er hann hafði mesta elsku á haft af öllum helgum mönnum". Má nú fara nærri uro

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.