Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 32

Andvari - 01.01.1951, Page 32
28 Barði Guðmundsson ANDVARI lengur talað urn það sem hugboð, að ÞórSur úr Saurbæ bafi ritað Ljósvetninga sögu. Hæfir nú betur í þessu efni að nelna sterkan grun og miklar líkur. XV. FÉRÁNSDÓMAR. Höskuldur Þorvarðsson og Snorri Sturluson eru báðir kynntir með einkunnarorðunum „uppvöðslumaður mikill". Þegar þeir svo jafnframt eru bomir saman við feður sína og taldir „óskap- líkir þeim“, er varla um það að villast, að við einn og sama mann sé átt. Snorri Sturluson var fæddur í marzmánuði 1244. Átján vetra gamall réðst hann brott úr föðurgarði og gerði bú á Álftanesi á Mýmm. Þá bjó að Stafholti Hrafn Oddsson. Var hann stórum valdamestur höfðingja í Vestfirðingafjóðungi. Árið 1261 bafði Hákon konungur Hákonarson skipað honum Borgar- fjörð til yfirráða, en auk þess átti Hrafn mannaforræði í Dölum og um Vestfirði. Þá er Snorri, haustiÖ 1262, settist að í Borgar- firði, virðist Hrafn hafa fariÖ með meiri hluta goðorða á Vestur- landi. Aðrir goðorðsmenn þar vom Einar Þorvaldsson í Vatns- firði, Sturla Þórðarson að StaÖarhóli, Vigfús Gunnsteinsson að Sauðafelli og GuÖmundur Böðvarsson á Stað á Snæfellsnesi. Voru þeir Einar og Guðmundur bandamenn Hrafns. Hafa þessir þrír höfðingjar þá ráðið að mestu eða öllu yfir sveitum milli Hvammsfjarðar og Hvalfjarðar, auk meginhluta Vestfjarðakjálk- ans. Þannig var valdaskipting vestan lands er Snorri Sturluson hóf búskap á Álftanesi og jafnframt ýfingar þar í byggð. Um viðskipti þeirra Hrafns er komizt svo að orði í Sturlu þætti: „Snorri reið um haustið suður til Borgarfjarðar á Álftanes að Hauki og tók þar við búi. Hafði hann heldur fjölménnt um veturinn, og þóttu þeir eigi spakir í héraði. Lagði Hrafn hinn mesta óþokka á Snorra og því urðu þeir allóvinsælir af héraðsmönnum. Kom því svo, að Snorra þótti eigi við vært. Stukku þeir þá upp. Fór Snorri þá fyrst norður til föður síns. Var þá fullur fjandskapur með þeim Sturlu og Hrafni. LTm veturinn er á leið fundust

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.