Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 37

Andvari - 01.01.1951, Page 37
andvari Stefnt að höfundi Njálu 33 Höfða-Oddi, sem var Ljósvetningur. Af líkum róturn mun það runnið, þegar þess getur sérstaklega um Odda frá Höfða, að hann sé „sköllóttur<í. Viðurnefnið kollur merkti hið sama og skalli. Eftir hið misheppnaða tilræði Höskulds Þorvarðssonar við Höfða-Odda falla orðin: „Eigi sækist nú skjótt reiðin“. - „Eigi munu við enn skildir '. „Þá var mönnum hleypt til feransdoma á hvem bæ“. Þá er Höskuldur Gunnarsson hleypti úr Valahrísum, féll hestur hans dauður niður á vellinum undir Fjalli og arið eltir vá hann Ljósvetningana frá Einarsstöðum, Ögmund prest °g Gunnstein son hans. Merkilegust eru lokaorðin: „Þa var rnönnum hleypt til féránsdóma á hvern bæ“. Eyjólfur halti er fámennur á undanhaldi fyrir ofurefli liðs. Ekkert erindi gat hann heldur átt til féránsdóma á hvem bæ í jámburðarmáli Frið- gerðar. Sv'o sem áður er greint í kaflanum „Jarnburður , em féránsdómar þessir hinir sömu sem Hvamm-Sturla haði að Staðar- hóli í járnburðarmáli Ingveldar Þorgilsdóttur arið 1159. En ekki fá orðin „á hvern bæ“ komið því máli við. Fyrir höfundi hefir hlotið að vaka minning um almennar fjárupptektir eða ran hja hændum í einhverju byggðarlagi. Slengir hann svo t huganum saman féránsdómum Hvamm-Sturlu og feranum þessum. Ur verður hin fáránlega setning. En gott er þó að hafa hana. Af stöðu setningarinnar í lesmáli Ljósvetninga sögu, svo og orðavalinu „mönnum hleypt á hvem bæ“, ma gera ser nánari grein fyrir tilefni hennar. Þegar þetta er skrifað, er hugur höf- undarins bundinn við upphlaupið í Valahrísum og samtal Þorvarðs ór Saurbæ við Ljósvetningana og ívar frá Mula. Guðmundur hiskup Arason er kominn til Reykjadals með her manns og flökkulýð drífur að honurn. „Þótti bændum jiungt undir að búa og þoldu þó um hríð“. Biskup sezt á Einarsstaði. „Flýr Ög- mundur prestur ofan i Múla með málnytu sína, en Höskuldur Gunnarsson, er bjó á hálfu landinu, var eftir, því að hann bauð hiskupi það, er hann hafði til“. Guðmundur biskup fer síðan ' hlúla nreð menn sina. „En ívar segir að þeir skuli nú að keyptu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.