Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 42

Andvari - 01.01.1951, Side 42
38 Barði Guðmundsson ANDVARI við Veisufóstbræður, er hann hvetur þá til ófriðarins: „Eyjólfur vill nú ganga yfir alla þjóð, en þeim þykir ekki til okkar koma, nema til Þorvarðs eins.“ Hrafn öfundar Þorvarð af mannheill hans, en óttast uppgang Eyjólfs. Oruggasta leið til eigin upp- hefðar hyggur hann það vera, að ota Höskuldi út í vonlitla bar- áttu við Eyjólf, sem svo síðan leiði til ófriðar milli Þorvarðs og Eyjólfs. „Verum þá við búnir og leynum Þorvarð", segir Hrafn við Höskuld, er liðsafnað skyldi hefja gegn Eyjólfi. Þegar út í hríðina var kornið leikur Hrafn tveim skjöldum og reynist báð- um aðilurn hinn svikulasti. Hrafn í Lundarbrekku kemur til sögunnar, þá er Veisufóst- bræður hefjast handa urn andstöðu við Eyjólf halta. Er hann kynntur með þessum orðum: „Hverja meðferð viljið þið hafa? Því að frændur okkar vilja allir með Eyjólfi vera, nema Hrafn“ — Þorkelsson frá Ljósavatni. Hann bjó þá að Lundarbrekku í Bárðardal. — „Hann vænti eg, að okkur sinni eigi síður; hann skortir eigi vit.“ — Kona Elrafns var ættuð úr Goðdölum. — „Nú vænti eg, að hann fái til nokkur ráð, að við höfum hærra hlut.‘ Þegar þetta er skrifað dvelst hugur höfundar við fund Snorranna og Vigfúss Gunnsteinssonar í Ljárskógum. Verður nú fróðlegt að athuga hvernig einkenni Hrafns í Lundarbrekku hæfa Vig' fúsi Gunnsteinssyni. f heimildunum birtast þeir Hrafn og Vigfús með sama svip' móti. Báðir eru þeir vitrir menn og undirförulir, ragir og svik- ulir. Vigfús er tvímælalaust fyrirmynd höfundar Ljósvetninga sögu að Hrafni í Lundarbrekku. Þetta má allra bezt sjá þegar athugaðar eru frásagnir Sturlu þáttar um framkomu Vigfúss í deilu Staðarhólsfeðga og Hrafns Oddssonar árið 1263. Eftir að Snorri Sturluson hafði æst Hraln Oddsson til óþykktar gegn sér er Ljárskógafundurinn haldinn. Þangað kemur Sturla Þórð- arson ekki, því að hann er andvígur fyrirætlunum Snorra son- ar síns. Eini höfðinginn sem þar kemur til fundar með þeiin nöfnum og frændum er Vigfús Gunnsteinsson, en hann gekk þa næst Sturlu að mannvirðingum í Dölum. Má nú glöggt greina

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.