Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 62

Andvari - 01.01.1951, Side 62
58 Barði Guðmundsson ANDVARI til í Bjarnardal daginn eitir. Fundust þeir þar að ákveðnu . . . Voru þar gerðir upp sagðar og jafnað sökum þeim, er svo þótti til heyra, en bættur skakki sá, sem á þótti vera. Voru þar rnargir menn héraðssekir og engir af landi gerðir, en lialda goðorðum sínum. Héldu þeir þessa sætt, rneðan þeir lifðu allir“.13) Tvö eru þau atriði í þessari frásögn Þorgils sögu, sem eink- um draga að sér athyglina. Það er gerðarmannavalið og niður- staða gerðarinnar. Við sjáum, að af þeim fimm friðsömu virð- ingamönnum, sem kornu til stelnu höfðingjanna í Dölum hinn 9. september, hljóta allir sæti í gerðardóminum nema Ketill prest- ur Þorláksson á Kolbeinsstöðum. Við sjáurn ennfremur, að ákveðið er, að deiluaðiljarnir Hrafn og Sturla „skuli halda goð- orðum sínum“. Til þess að glöggva sig á hinu innra sambandi þessara atriða verður að skyggnast tvö ár aftur í tímann. Vorið 1255 náði Sturla Þórðarson undir sig hinu forna höfuðbóli Hítar- dal, en þar hafði Ketill prestur Þorláksson og ættmenn hans búið um langan aldur og larið með goðorð. Þarf því eigi að efa, að mannaforræði ættarinnar hefir verið þar á slóðum. Um haustið hittust þeir Hrafn og Sturla í Hítardal, og var þá gert um ágrein- ingsmál þeirra, „skyldu hvorir tveggja halda héruðum sínurn og ríkjum utanferðalaust”.14) Sendu þeir síðan Guðmund prest Ólafs- son norður til Viðvíkur á fund Þorgils skarða, „skyldi Þorgils kjósa, hvort hann vildi vera undir þessari sætt eða eigi. En ef hann vildi sættast, þá fór Guðmundur með griðum, og vildi Hrafn, að þeir fyndust og handsöluðu sjálfir sætt sína“. Leiddi þessi sendiför Guðmundar prests til sáttafundarins í Vatnsdal hinn 2. nóvember, þar sem skilað var Geldingaholtsráninu og Hítardalssættin staðfest af Þorgils hálfu. Vorið eftir flutti Sturla að Svignaskarði. Hófst þá ófriðurinn af nýju við þá Hrafn og Ásgrím Þorsteinsson, er Sturla halði valið sér búsetu í hinu gamla ríki Snorra Sturlusonar, sem Hrafn taldi sér til forráða. Lauk þeirri hríð með sáttafundinum í Dölum 9. september 1257 og gerðaruppsögninni í Bjarnardal daginn eftir. Var þá aftur ákveðið, að Hrafn og Sturla skyldu „halda gorðorðum sínum“.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.