Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 63

Andvari - 01.01.1951, Side 63
andvari Gervinöfn í Ölkofra þætti 59 Enga skarpskyggni þarf til þess að sjá, hver verið hafi „héruð“ og „ríki“ Sturlu Þórðarsonar á árunum 1255 til 1257. Það eru að sjálfsögðu sveitimar umhverfis höfuðból hans Staðarhól i Saur- bæ og Hítardal. Hefir Sturla eigi aðeins náð tökurn á stað í Hítardal, heldur einnig á Hítdælagoðorðinu. Er því ofur eðlilegt, að höfðingi Hítdælaættar, Ketill prestur Þorláksson, væri ekki kjörinn til gerðar í valdastreitumáli Hrafns og Sturlu. Þar hefir hann verið aðildarmaður. Að vísu mátti Ketill sjálfur ekki fara með ættargoðorðið, þar sem hann var prestur, en þegar gerðar- mennirnir í Bjamardal dæmdu Sturlu þau goðorð, sem hann hafði þá á sinni hendi, voru báðir synir Ketils prests fulltíða menn og annar þeirra hérlendis. Var það Ketill sá, sem Árni biskup setti niður í Efstadal tveimur áratugum síðar. Jafnframt gjaldþrotamáli Ketils í Efstadal hefir höfundur Olkofra þáttar haft Bjamardalsgerðina mjög í huga, er hann undirbjó ritsmíð sína. Ummerki þess á þættinum eru bæði mörg °g mikilvæg. Lítum fyrst á nöfn gerðarmannanna og berum þau saman við heiti höfðingjanna sex, sem sendu Magnúsi konungi brefið 1275, svo og gervinöfn þeirra í þættinum. Ef nöfnunum í hverjum flokki er raðað eftir stafafjölda þeirra verður saman- hurðarskráin þannig: Höfðingjanöfnin: Hrafn Sturla Ásgrímr Erlendr Sighvatr (Sigvatr) Þorvarðr Gervinöfnin: Snorri (Snori) Skafti Eyjólfr Þorkell Þorkell Guðmundr Gerðarmannanöfnin Páll Snorri Snorri Þorkell Guðmundr Þórarinn Um leið og litið er á þessar þrjár nafnaraðir, sést, að höfð- lngjamir sex frá Jámsíðutímabilinu eiga engan nafna hvorki í annarri né þriðju röð. Á hinn bóginn eiga gerðarmennirnir sex J ra nalna í goðaröðinni. Þetta furðulega fyrirhæri verður varla

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.