Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 81

Andvari - 01.01.1951, Side 81
andvari Þjóðin er eldri en íslandsbyggð 77 011 höfuðeinlcenni Saurbæjamenningarinnar birtast á merki- legan hátt í Eddukvæðinu Hyndluljóðum. Freyja ann Óði. Hún ber samt hag Einherjans Óttars heimska mjög fyrir hrjósti. Frá orsök þeirrar velvildar er hún látin greina þannig: „Hörg hann mér gerði hlaðinn steinum, nú er grjót það að gleri orðið. Rauð hann í nýju nautablóði. Æ trúði Óttar á ásynjur". Freyja leitar fræðslu um ætt og uppruna Óttars hjá Hyndlu, „er í helli býr“. A ferðalaginu hefir hún gölt með sér og segir við Hyndlu, að dvergar tveir Dáinn og Nahbi hafi smíðað hinn gullbyrsta Hildi- svína sinn, sem glóir. Hyndla verður við ósk Freyju og rekur ætt Óttars. Meðal annars er hún látin komast svo að orði: „Þú ert Óttar borinn Innsteini en Innsteinn var Álfi hinum gamla. — Móður átti faðir þinn menjum göfga. Hygg eg, að héti Hlédís gyðja'. — „Áli var áður öflugastur manna. Hálfdan fyrri hæstur Skjöldunga. Eiga gekk Almveig, æðsta kvinna. Ólu þau og áttu átján sonu. Þaðan eru Skjöldungar, þaðan Skilf- mgar, þaðan Auðlingar, þaðan Ynglingar, þaðan höldborið, þaðan hersborið, mest mannaval und Miðgarði. Allt er það ætt \nn, Ottar heimski". Svo sem sjá má, leikur enginn vafi á því, hvað skáldið meinar með orðunum: „Allt er það ætt þín, Óttar heimski". Ætt Óttars er sá kynstofn, sem telst runninn frá Hálfdani hæstum Skjöldunga. Hinn hái Hálfdan birtist einnig í Beowulfskvæðinu og er þar talinn sonarsonur Skjaldar og faðir Hróars konungs. Þar er emnig getið þjóðar, sem kallast Hálfdanir. Hér höfum við nafnið a þjóðstofni Öttars heimska. Flinn hái Hálfdan er hliðstæður forneskjukonungunum Dan og Gaut. Öll nöfnin eru dregin af þjóðaheitum. Hyndluljóð bera það greinilega með sér, hvar Halfdanimir ^afa haft bækistöðvar sínar við upphaf Víkingaaldar. Það er í Noregi og þá einlcum í Vestur-Noregi. í kvæðinu er vikið að ætt- 8reinum, sem samkvæmt íslenzkum sögnum eiga að hafa húið ‘l Hörðalandi og tekið þátt í landnámi á Islandi. Þess er og getið 1 íslenzkri heimild, að Slcjöld ur hafi verið konungssonur frá

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.