Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 85

Andvari - 01.01.1951, Page 85
ANDVARI Þjóðin er eldri en íslandsbyggð 81 um frá tímum þess siðar, er menn báru hildisvín á hjálmum og hringsverð við hlið. Þeir heita Beigaður og Sölvi. Beigaður nefndist einn af Hrólfshöppunum, sem heimta vildu Hildisvín og Svíagrís af Aðils konungi. Jarl frá Jótlandi, að nafni Sölvi, á að hafa fellt Eystein konung son Aðils, og gerzt síðan höfðingi Svía. Ég efast ekki um, að samband sé á milli þessara nafngifta á hetjunum og hinum helgu gölturn, sem verið hafa tákn frjó- seminnar. Eftir að Ingimundur fann svínahjörð sína og forustu- göltinn Beigað, festi hann yndi í Vatnsdal. í ritgerð sinni: „Hjálmar og sverð í Beowulfskvæðinu", lýsir Knut Stjerna því merkilega samræmi, er gætir milli frásagna kvæðisins um vopnabúnað og svo vissra tegunda hjálma og sverða, er tíðkazt hafa meðal austnorrænna höfðingja á 6. öld, að því er fornleifar sýna. Auk skrauthjálmanna með svínalíkönum °g myndaborða úr málmi, er oft getið í kvæðinu binna sérkenni- Kgu bringsverða. Nafnið draga þau af hring, sem festur var við efra hjaltið. Hefur hringur þessi sennilega verið táknmynd sólar- lnnar og helgur dómur, svo sem stallahringur íslenzku goðanna þrem öldum síðar. Við þ ess konar liringi sóru menn dýra eiða. Um aldamótin 700 virðast menn hættir að festa hringi við sverðs- hjöltun, og einmitt um sama leyti fellur skrautbjálmanotkun nið- ur a Norðurlöndum. Samt sem áður hefir minning um þessa höfðingjagripi geymzt í norrænum sögnum og kvæðum. Eru þ° norrænar bókmenntir miklu yngri en Beowulfskvæðið. Hring- sverða getur í kviðunum um Helga Hjörvarðsson og Sigurð Fáfnisbana, en skrauthjálma í Atlakviðu Húnakonungs og Hlöðs- kvæðinu. Einnig getur Þorbjörn homklofi um „grafna hjálma" 1 Haraldskvæði. En eins og Hákon Shetelig telcur fram í Noregs- sngu sinni „er hið skáldlega orðaval sótt til eldri tíma en sam- dðar skáldsins sjálfs". Það er Ijóst, að á 6. og 7. öld hafa náin tengsl verið á milli þeirrar tízku að bera inyndum skreytta hjálma °8 hafa lning á hjalti sverða. í Beowulfskvæðinu mætir hvort tVeggja okkur á sama vettvangi, og tízkan er bersýnilega samofin íi'uarhugmyndum þeirra, sem henni fylgdu. Hringsverð og mynd-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.