Vikan


Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 28

Vikan - 07.12.1967, Blaðsíða 28
Gylfi Gr'öntiaS tók saman Yfir barnsfæðingu hvílir jafnan hótíðlegur blær. Meðan fæðingarhríðirnar standa sem hæst, er loftið þrungið spennu og kvíða. En strax og hinn nýi einstaklingur gefur fró sér fyrstu hljóðin, ríkir ró og friður, — eins og þegar loksins lygnir eftir langvarandi fórviðri. Nú ó dögum þurfa konur naumast að kvíða barnsburði á sama hátt og mæður þeirra og ömmur. Ytri aðstæður hafa gerbreytzt. I þéttbýl- inu nægir að lyfta símtólinu. Eftir skamma stund hefur sjúkrabíll flutt sængurkonuna á fæðingar- deild, þar sem hún nýtur allrar þeirrar hjálpar og hjúkrunar, sem unnt er að láta í té. En það þarf ekki að leita langt aftur í tím- ann til þess að finna hið gagnstæða: Kona í barnsnauð í dimmri og kaldri baðstofu; bærinn afskekktur og engar samgöngur; bóndi og Ijós- móðir brjótast áfram í blindhríð og náttmyrkri. Það er teflt um líf og dauða. Berst hjálpin (tæka tíð eða of seint? Oft bar það við, að konur tóku léttasótt, þeg- 28 VIKAN-JÓLABLAÐ ar verst gegndi: í mestu manndrápsbyljunum, að næturlagi eða ef til vill á sjálfa jólanótt. KONA í BARNSNAUÐ OG KÁLFUR í FLÓRNUM. Islenzkar Ijósmæður hafa unnið óeigingjarnt og erfitt starf hér á landi, ekki sízt áður fyrr, þegar kjör og aðstæður voru erfiðari en nokkur fær skilið nú á dögum. Undanfarin ár hefur kom- ið út safn frásagna um líf og starf íslenzkra Ijós- mæðra. Bindin eru þegar orðin þrjú, og hefur sér Sveinn Víkingur annazt útgáfuna. Við skul- um blaða örlítið í þéssum ágætu bókum í leit að sögulegum fæðingum á jólanótt og fleiri at- vikum, sem athygli vekja. Sigurlína Einarsdóttir var Ijósmóðir í innri hluta Saurbæjarhrepps í Eyjafirði 1908—1929. Hún var gift Tómasi Benediktssyni og bjuggu þau að Hólum í Eyjafirði. Þeim hjónum var ein jólanótt á Hólum sér- staklega minnisstæð. Vinnumaður þeirra hafði fengið lungnabólgu og legið þungt haldinn um skeið. Þau hjónin höfðu orðið að vaka yfir hon- um til skiptis. Á jólanótt var líðan hans ögn skárri, en þó hafði Tómas ekki farið úr fötum alla nóttina. Þannig stóð á, að kýr var komin fast að burði og þurfti því jafnframt að sinna henni. Tómasi féll blundur á brá stundarkorn þessa erfiðu nótt, en skyndilega vaknar hann við mannaferð. Þar er kominn maður að sækja Ijósmóðurina. í næstu andrá gerist hvort tveggja í senn: Sigurlína býr sig í snatri að vitja konu í barnsnauð, en Tómas fer að bjarga kálfinum, sem var kominn i flórinn. Ljósmæður hafa ósjaldan orðið að takast á hendur erfið ferðalög, þurft að yfirgefa heim- ili sín, þegar verst stóð á og fálma sig áfram ( fárviðri langan og villugjarnan veg. Það var ofsarok og hláka og Eyjafjarðará ísi lögð þessa jólanótt. Vatn rann ofan á ísnum og þess vegna mátti búast við hættulegum vökum hér og hvar. Brú fyrirfannst engin á þessum tíma. Sigurlina sat á skaflajárnuðum reiðskjóta, og þannig var haldið út á ísinn, þótt hann væri veikur og gæti brostið á hverri stundu. Maður hennar fór á undan á sokkaleistunum og reyndi (sinn með löngum broddstaf. Allir komust heilu og höldnu yfir ána og allt fór vel, nema hvað lítið fór fyrir kyrrð og næði á Hólum þessi jól. JÓLANÓTT í NORÐAN STÓRHRÍÐ. Ekki var ónæðið minna hjá Þorbjörgu Sigur- hjartardóttur, sem var Ijósmóðir f Svarfaðardal 1911—1934. Frásögn hennar er á þessa leið: „Einu sinni rétt fyrir jól sat ég yfir konu niðri á Karlsá á Ufsaströnd. Fæðingin gekk vel og á Þorláksdag greip mig mikil löngun til að kom- ast heim að Urðum fyrir jólin. Snjór var afskap- legur og ófærð. Lagði ég þó af stað og gekk fram að Tjörn og gisti þar, en á aðfangadag fór ég þaðan og fylgdi mér unglingspiltur frá Tjörn. Veður var illt og fór versnandi þegar á daginn leið. Við þrömmuðum fram dalinn ( ófærðinni, og það segi ég satt, að mér fannst hann eins og barmafullur af snjó. En áfram héldum við yfir þessa afskaplegu snjóbreiðu, þar sem rétt glitti í bæina eins og dökkleitar þústir og heim komumst við í Urðir og hugði ég gott til að hvíla mig þar um jólin. En ekki hafði ég fyrr skafið af mér snjóinn og komið mér í þurr föt en síminn hringir og ég er beðin að koma tafarlaust í Hánefsstaði og taka þar á móti fyrsta barni ungra hjóna, er þar bjuggu. Tveir röskir piltar voru sendir eftir mér og lagði ég af stað með þeim tveim stundum eftir að ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.