Vikan


Vikan - 07.12.1967, Side 87

Vikan - 07.12.1967, Side 87
kvað Tennyson stórhrifinn, Cardigan og menn hans námu ekki staðar fyrr en hjá fallbyss- unum, sem voru takmark á- hlaupsins. Þar kvistuðu þeir nið- ur þá Rússa, sem þeir náðu til í fljótheitum, og þeystu svo til baka, því vonlaust var fyrir þá að halda fallbyssunum, sem þeir höfðu hertekið, þar eð hinu fífldjarfa áhlaupi þeirra hafði ekki verið fylgt eftir. Og aftur hömruðu rússnesku fall- stykkin á þeim frá þremur hlið- um í senn: Cannon to right of them, Cannon to left of them, Cannon behind them Volley’d and tunder’d; Storm’d at with shot and shell, While horse and hero fell, They that had fought so well Came tro‘ the jaws of Hell. Enda voru það fáir einir úr herflokknum, sem lifðu af árás- ina. Ekki er vitað með vissu hvað hratt af stað þessu fá- bjánalega tiltæki. En yfirmaður brezka riddaraliðsins, jarlinn af Lucan var svarinn óvinur Car- digans lávarðar, og voru þeir þó mágar. Þessir herramenn voru nauðalíkir að því leyti, að báðir voru óhóflega drambsamir og jafnframt hæfileikalausir gikk- ir, og var það eftir öðru í stríðsrekstri Breta þessi árin að trúa þeim fyrir stjóm riddara- liðsins. Var mál manna að Lucan jarl hefði viljað gera mági sínum smágrikk með því að senda hann þessa forsendingu. Það mis- tókst þó, því Cardigan var einn þeirra fáu, sem slapp lifandi úr áhlaupinu. HNEYKSLANLEGUR HRYLLINGUR. í umsátrinu um Sevastópól náði hryllingur stríðsins hámarki. Hermennirnir drápust eins og flugur úr drepsóttum, kulda, hungri og þorsta. Aðbúnaður þeirra í skotgröfunum, sem voru ýmist fullar af leðju eða snjó, eftir því hvernig viðraði, gat ekki verri verið. Það var skortur á svo að segja öllu: matvælum, vatni, eldivið og sjúkragögnum. f samanburði við þessi ósköp buðu kúlur og sprengjur Rúss- anna hermönnunum lítinn geig. í fyrstu hafði almenningur í löndum bandamanna verið stór- hrifinn af stríðinu, en þegar frétt- irnar af þeim hörmungum, sem yfir hermennina gengu, tóku að síast heim, kom annað hljóð í strokkinn. Fyrstur til að skera upp herör gegn óstjórninni varð J. T. Delane, ritstjóri Times í Lundúnum. Hann hafði tekið við blaðinu kornungur og gert það að stórveldi í brezku þjóðlífi. „Það er Times, sem stjórnar landinu," andvarpaði einn af keppinautum blaðsins. Delane sendi fréttaritara sinn, William Howard Russel, til vígstöðvanna, og fréttapistlarnir, sem hann sendi heim, hleyptu köldu vatni milli skinns og hörunds á les- endum. Þeir Delane og Russel voru meðal sárfárra manna sem höfðu afskipti af Krímstríðinu án þess að verða sér til skammar. Ekki urðu þeir þó aðalhetjur ófriðar- ins, heldur féll sá heiður í skaut veikbyggðum og taugaslöppum kvenmanni. Afrek hennar í hild- arleiknum hafa vafið nafn henn- ar slíkum dýrðarljóma, að hvað það snertir munu fáar persónur mannkynssögunnar standa henni á sporði. Þessi kona var Flor- ence Nightingale eða Flórensa Næturgali, eins og kalla mætti hana á íslenzku. Varla hefur nokkur önnur manneskja borið nafn sem hafi verið táknrænna fyrir líf hennar og starf. Stúlkan, sem var kölluð „eng- ill vígvallanna" og „konan með lampann", var komin yfir þrí- tugt þegar stríðið brauzt út. Hún var af auðugu foreldri og hlaut uppeldi í samræmi við það. En snemma þótti hún skapmikil og sérsinna. Um sextán ára aldur fékk hún köllun, sem minnir á hliðstæðan fyrirburð varðandi annan einstakan kvenmann, Jó- hönnu frá Örk. Henni þótti sem Guð talaði tii hennar og gæfi henni fyrirmæli um að verja æv- inni til líknar sjúkum og bág- stöddum. Hún varð fljótlega harðákveðin í því að verða hj úkrunarkona. LJÓS I AUÐVALDSSVARTNÆTTI. Þótt nútímafólki þyki það kannski undarlegt, vakti þessi ákvörðun gífurlega hneykslun meðal ættingja og vina Florence. En í þann tíð lék síður en svo neinn ljómi um stétt hjúkrunar- kvenna, hvorki í Englandi né annarsstaðar, að minnsta kosti ekki í löndum mótmælenda. Eftir því var það kvenfólk, er valdist til hjúkrunarslarfa. Yfirleitt voru þetta sóðalegar, drykkfelldar og hórgefnar kvensniftir, eitthvað í líkingu við yfirsetukonuna í Oliver Twist. Þessi vansæmd þeirrar stéttar, sem helgar sig einhverju göfugasta starfi ver- aldar, var ekkert ný af nálinni, því í Þrettándakvöldi lætur Shakespeare þau Tobías og Mar- íu ræða drauminn, sem hrifið Sjónvörp Tæknileg fyrirmynd Segulbönd Mikil fjölbreytni Útvörp Afburða hljómur VIKAN-JÓLABLAÐ 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.