Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
159
siðgæðis-, menningar- og mannúðarmálum. Og það má
svo að orði kveða, að stundum hafi hann barizt á
hnjánum. Vil eg í því sambandi minnast þess, er hann
i okt. 1917 ræðst i það að gefa út málgagn fyrir kenn-
arastéltina. Það hét Vörður.
Helgi Hjörvar ritar svo um H. J. i fyrsta tölublaði
Varðar:
„. . . . Mig furðar dirfska mannsins, að færast slikt í
fang á þessum tímum. Það er líklegt, að við íslending-
ar þykjumst varhúnir að fara að skeggræða málefni
kennara í þessari harðindatíð, og það þegar kennara-
stéttin sjálf er nýhúin að ganga af málgagni sinu dauðu,
Skólahlaðinu, sem var þó vel komið á legg......“
f lok fyrsta árgangsins sept. 1918 stendur svo þessi
setning frá ritstjóranum:
— 250 kennarar eiga óhorgaðan Vörð i lok árgangs-
ins, það þolir blaðið tæplega! —
Þannig var þessi tilraun Hallgríms drepin. Vörður
kom ekki framar út.
En Hallgr. hélt uppi haráttunni á annan liátt. Hann
var hinn liðtækasti i félagsstarfsemi kennara, var um
langt skeið form. Kennarafél. Reykjavíkur og gegndi
öðrum trúnaðarstörfum fyrir stéltina. Nú á Hallgr. sæti
í Barnaverndarnefnd og skólanefnd Reykjavíkur.
Samhliða kennarastörfum og félagsstarfsemi meðal
kennara, hefir H. J. verið óþreytandi að afla sér si og
æ meiri þekkingar. Þannig liefir liann farið fjórum
sinnum utan til náms eða til þess að kynnast fram-
kvæmd þeirra mála, er hann her fyrir hrjósti. Hefir
hann nú á seinustu tímum kynnt sér erlendis meðferð
hinna svokölluðu vandræðabarna, og rætt og ritað um
það mál m. a. i Menntamál, í þetta hefti og liið síðasta.
Hallgrímur hefir ritað og ort allmikið. Ekki liefir
hann þó verið kjörinn lil þess að setjast á hekk með
hinum meiri liáttar skáldum þjóðarinnar, en það hygg