Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 40
182
MENNTAMÁL
stæð áhrif við það, seni til er ætlazt. Eins er það á-
reiðanlega stór skaðlegt að knýja börn tii þess að biðja
fyrirgefningar, ef þeim liefir orðið eitthvað á. Allt, sem
er knúið fram af ytra valdboði, er hættulegt fyrir skap-
gerð barnsins.
Eg hefi heyrt kennara segja frá þvi, og vera hreyk-
inn yfir, að hann hal'i fengið „óknytta“ strák til þess
að hágráta vfir einhverju afbroti sínu. Þetta er há-
mark heimskunnar og það eitt er víst, að sá illi andi,
sem á að reka í burtu með þessu, kemur aftur með
sjö anda sér verri.
Þess er krafizt af börnum, að þau elski og virði for-
eldra sína, og þó er framkoma l'oreldranna oft þannig,
að hún veknr alveg gagnstæðar tilfinningar. Böfrnin
eiga að vera kurteis og prúð, og það jafnt þó að þau
eigi sjálf litilli kurteisi að mæta og yfirleitt er lítið sam-
ræmi milli þeirra skilyrða, sem hörnin húa við og þess,
sem al'tur á móti cr ætlazt lil af þeim.
Það væri mikið fengið, ef foreldrum og öðrum, sem
við harnauppeldi fást, væri það ljóst ,að sökin liggur
fyrsl og fremst hjá þeim sjálfum, ef illa fer. Það má
reyndar segja, að illt sé að bæta þann skaða, sem skeð-
ur er, en oft er það þó hægt að einhverju leyti, ef
menn öðlast réllan skilning.
Það er áríðandi, að foreldrar og kennarar hugsi sig
rækilega um, í hverl skipti, sem þeir finna hvöt hjá
sér til þess að vanda um við barn eða refsa þvi, hugsi
um hvort barninu sé þelta áreiðanlega l’yrir beztu. Þeim
verður að vera það Ijóst, að þeirra eigin vansæla og
taugaveiklun má ekki koma niður á börnunum.
Mér er nær að halda, að væri sjálfsþekkingin og
hreinskilnin nóg, þá fengju börnin oftar að vera í friði
fyrir þeim fullorðnu en raun er á.
Skyldi verulega hamingjusamur maður nokkurn tíma
geta refsað barni. Eg er sannfærð um, að liann gæti