Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 69
MENNTÁMÁI,
211
unar í landinu. Þessir kaupstaðir slanda langbezt að
vígi með alla fjársöfnun og njóta margs, sem landið á
í Iieild sinni, að minnsta kosti sumir þeirra, svo að þetta
sýnist réttmætl. Jafnframt væri sjálfsagt, að hver sjóð-
ur stæði opinn fyrir frjálsum samskotum, gjöfum og
áheitum, og ætti þeim á þann liált að safnast mikið fé.
Hefði jiessi leið, sem eg nú hefi talað um, verið tekin,
þó ekki væri nema fvrir 10—20 árum, þá væri nú sam-
anlagt fé sjóðanna farið að skipta milljónum króna og
þegar fario að vinna nokkuð gagn fvrir hlutaðeigandi
sveitir og kaupstaði.
Við skulum nú Iiugsa okkur, að sveit fengi eitt jiús-
und krónur í vexti á ári hverju, af fræðslusjóði sínum.
Væri fimm hundruð krónum varið til barna- og ung-
lingafræðslunnar, það mun láta nærri, að það sé sú
upphæð, sem þyrfti til þess að horga með 5- 8 hörnum
á heimavistarskóla þriggja mánaða thna. Tvö hundruð
krónum væri varið lil hókasafnsins og þremur hundr-
uðum til ýmsra annara þarfa.
Eg tel lítinn vat'a á jiví, að sú sveit, sem fengi þetta
fé, eða mcira, á ári liverju, sem vexti af höfuðstól, sem
hún væri smámsaman húin að mynda sér, stæði het-
ur að vígi i allri menningarstarfsemi sinni, og jafnframt
því gæli hún veitt sér ýms nauðsynleg lífsþægindi, sem
Iiún hefði annars þurft að neita sér um.
Eða kaupstaðirnir. — Þeir gætu varið einhverju af
sjóðsvöxtum sínum til styrktar unglingafræðslunni, borg-
að að einhverju leyli sumardvalir harna í sveitum, styrkt
matargjafir i skólum, lagt fé til hókasafna, skemmti-
garða, lcikvalla o. fl., og á einn og annan hátt hætt að-
stöðu kaupstáðanna og jieirra, sem i þeim búa. Eg telc
þetta sem dæmi, en ekki af því, að eg viti ekki að þeim,
sem í kaupstöðum húa, séu mér færari til jiess að sjá
verkefni fyrir sjóðina þar.
Það væri líklegast rétl, að lála það að nokkru leyti
14*