Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 38
Í80
MENNTAMÁL
átti ekki. Neill spurði föður drengsins, hvort sonur lians
liefði fengið fræðslu uni kynferðismálin. Eg skil ekki,
hváð þér eigið við, sagði faðirinn. Eg meina, hvort liann
Veil, hvernig smá hörn koma i heiminn. — Iir. Neill,
sagði faðirinn, sonur minn liefir aldrei heyrt ósiðlegt
tal. — Þarna sér maður niður í regindjúp þeirrar fá-
Viákú, sem fjöldi fólks er haldinn af.
Kynferðismálin eru auðvitað ekki ósiðleg í eðli sínu.
Það er meðferð þeirra, sem er því valdandi, að þau
Verða það svo oft í hugum manna. Það er af ramm-
skökku uppeldi og uppfræðsluleysi, að börn og full-
orðnir liafa einliverja kitlandi ánægju af tvírséðum
sögum og glannalegu tali um þessa hluti, og má það
furðu gegna, livað l'ólk getur oft verið ósmekklegt í
þeim efnum. En fái börnin aftur á móti á réttum tíma
sanna fræðslu um kynferðismálin, þá hættir þetta allt
áð vera nokkuð „spcnnandi“ og verður eins og hver
öniiur eðlileg tilhögun náttúrunnar.
Margir barnasálarfræðingar fullyrða líka, að myrk-
Tælni og ýmiskonar taugaveiklun harna stafi oft af
grufli og öljósum liugmyndum um kynferðismáliu og
megi ráða hót á þeim meinum, með því að skýra þau
fyrir þeim.
Það út af fyrir sig, að börnin komast að þvi seinna,
að foreldrar þeirra hafa sagt þeim ósatt, hefir stór-
‘skáðleg álirif. Og kem eg þá að einu, sem er mjög
rnikilsvert i öllu uppeldi. Það er, að börnum sé æfin-
lega sagt satt og aldrei gengið á bak orða sinna við
þau. Þetta hefir afarmikla þýðingu i öllu uppeldi. Það
eru áreiðanlega ekki fáir, sem hafa leiðst afvega og
orðið ólánsmenn, af því að þeim var sagt ósatt i æsku.
Ósannindin geta stundum verið svo sakleysisleg og
sýnzt svo lítils virði, að þau geri hvorki til né frá, en
þau nema þó alltaf i burt það traust og öryggi, sem
börnum er svo nauðsynlegt. Það er Ijótt að skrökva,