Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 76

Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 76
218 menntAmál, voru þetta fimleikáheiti, sem ætluð voru íeikfimiskennurum til hjálpar við orðaval i leikfiminni. Bókina sendu þeir út um land til leikfimiskennara og óskuðu jafnframt álits þeirra um fim- ieikaheiti og gerð íslenzkrar fimleikabókar. Svar allra kennar- anna var í þá átt, að kverið með heitunum væri ágætt, en hráð nauðsyn væri á kennslubók í fimleikum. Þrátt fyrir þenna áhuga, hafa fimleikakennarar ekki tekið sig saman um samningu slikr- ar bókar og liðu svo fjögur ár, að ekkert heyrðist um kennslu- bók í fimleikum. En síðastliðið ár sendir Aðalsteinn Haílsson fimleikakennari í Reykjavík frá sér „Kennslubók i fimleikum“. Bókin er llti hls. Bókarinnar var full þörf og mun hún vera mjög kærkomin nemendum Aðalsteins frá Kennaraskólanum, sem þurfa að kenna leikfimi að loknu kennaranámi. Aðalsteinn gerir grein fyrir bókinni í löngum og ýtarlegum formála, og verður tilgangi bókarinnar bezt lýst með ]jví að taka hér upp tvo smá- kafla úr formálanum: „Fimleikakennarastarfið er í raun og veru miklu ábyrgðarmeira en menn gera sér almennt grein fyrir, sér- staklega á þetta við þá, sem kenna unglingum og börnum fim- leika. Sá, sem hefir næga þekkingu, vit og vilja, til þess að gera rétt og vel, getur gert ómetanlegt gagn með sinni kennslu, til að viðhalda og efla líkamlega heilbrigði og til að koma i veg fyrir margskonar missnúði í vexti uppvaxandi kynslóðar. Hins- vegar getur árangurinn farið svo hörmulega í gagnstæða átt, ef sá heldur á, sem þekkinguna vantar." „Fimleikakennarinn þarf að hafa sem bezta og fullkomnasta menntun. Hann þarf að hafa sterka og hljómfallega rödd, til þess að geta skipað vel og skörulega fyrir. Það er mjög mikill kostur, að kennarinn sé sjálfur góður í leikfimi og geti sýnt nemendunum, hvernig eigi að gera æfingar, stökk o. fl. Auk þess stendur sá betur að vigi að kenna það, sem hann getur eða hefir getað sjálfur, heldur en hinn, sem aðeins veit hvernig það á að gerast. Kennarinn verður að halda líkama sínum vel við með stöðugri þjálfun." Bók Aðalsteins er bæði þýdd og frumsamin. í bókinni eru tíma- seðlar fyrir börn á öllum aldri, meðan þau eru í skóla. Nákvæm- ar skýringar fylgja hverjum stundaseðli, svo að bókin er hand- hæg hverjum þeim, er við fimleika fæst. Auk tímaseðla, s'em ætl- aðir eru til notkunar í leilcfimissal, eru þar æfingar til að nota handa börnum til hvildar í venjulegum kennslustofum, er þau eru við munnlegt nám. Bók sína endar Aðalsteinn með tímaseðl- um fyrir karlmenn allt til fertugs. Að þessu sinni mun eg ekki gera að umtali stefnu þá i fim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.