Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 51
MENNTAMÁL
193
lil þess að kynnast stéttarsystkinum frá Norðurlöndum, heyra
tungur þeirra og styrkja vináttu- og l'rændsemisbömlin. Og þá
ekki sízt tækifæri til þess að kynna ísland og íslenzka kennara-
stétt meðal bræðraþjóðanna.
Margrét Jónsdóttir.
Ivennaranámskeiðið í Askov.
Margir íslendingar hafa bæði fyrr og síðar sótt lýðháskólann
i Askov og nokkrir íslenzkir kennarar hafa og dvalið á kenn-
aranámskeiðinu, sem þar er árlcga haldið mánuðina mai—júli,
norræna kennara-lýðháskólanum svonefnda (áður Nordisk Lrerer-
kursus). En ekki minnist ég þess, að nokkur, er sótt hefir nám-
skeið þetta, hafi látið þess að nokkru getið í málgagui stéttar-
innar. Vil ég því leyfa mér, að biðja Menntamál að flytja nokk-
ur orð frá mér um það, en i Askov dvaldi ég i sumar, ásamt
þremur öðrum íslenzkum kennurum.
Ekki er vafamál, að námskeið þetta hefir hina mestu þýðingu
til ]>ess' að auka skilning og bræðraþel meðal Norðurlandabúa.
En auk þess gefst nemendum ríkur kostur ])ess að auka mennt-
un sina á fjölmörgum sviðum. rI'il dæmis var í sumar hægt að
velja um sex mismunandi námsefni. Hvert þeirra greindist sVo
i 3—6 námsflokka (Studiekredse), með leiðsögn einhvers af As-
kovkennurunum. Eitthvað 10 fyrirlestrarflokkar voru fluttir,
tveir fyrirlestrar á dag. Kostur var og á venjulegri skólafræðslu
með lexíunámi og stilæfingum í tungumálum o. fl. Þá voru náms-
ferðirnar ekki óverulegur þáttur i skólavistinni. T. d. var farin
sex daga ferð um Suður-Jótland og Norður-Þýzkaland með dags-
viðdvöl í Hamborg. Alstaðar nutum við í ferðalagi þessu leið-
sagnar þaulkunnugra manna, auk þess sem við hlýddum á nokkra
fyrirlestra. Ivostaði ferðin sjálf þó ekki nema 28 krónur fyrir
hvern, að fæði og gistingu meðreiknuðu. Þrír skólar voru heim-
sóttir og þar hlýtt á kennslu, svo að við fengum þar nokkra
hugmynd um kennslufyrirkomulag, liúsa- og áhaldakost danskra
skóla, utan Kaupmannahafnar. Af ]>essu er auðsætt, að þekkingu
sína geta nemendur kennara-lýðháskólans með ýmsu móli auk-
ið, auk ]>ess' sem Askov-skóli á stórt og ágætt bókasafn, með greið-
um aðgangi fyrir nemendur.
En með þessu er aðcins hálfsögð sagan. Eftir er að lýsa liinu
frjálslega, glaðværa og auðuga félagslífi i Askov, sem efalust hef-
ir djúp áhrif á þá, er þangað sækja. Margt má ncfna, þótt hér
verði aðeins stiklað á því stærsta. Einu sinni í viku voru um-
13