Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 74
216
menntAmál
Vilhjálmur Stefánsson og Violet Irvin:
Kak I. og II.
Jóhannes’ úr Iíöllum og' SigurSur Thorlacius hafa þýtt þessa
heimskautasögu á íslenzku, en Þorsteinn M. Jónsson á Akur-
eyri gefur út. Það er skemmst af að segja, að þessi hók kem-
ur með hressandi svala og heilbrigði inn í barna- og unglinga-
bókmenntir vorar, enda segir hún svo eðlilega frá raunveru-
leikanum sjálfum, þar sem fólkið i skinnfeldunum berst lífs-
baráttunni í yztu myrkrum vetrarins, — þar sem það liggur
við freðinn barm náttúrunnar í snjóhúsunum, leggur höfuð sitt
á hjarnið og hvílir þannig hina löngu vetrarnótt. Þar seg'ir
einnig frá þeim tíma, þegar sólin skín dag og nótt og sum-
arið líður yfir norðurhvel jarðar. Þessi saga fyllir alla stráka
tópi og dirfð. Eðlilegur lífsþróttur vaknar hjá þeim, sem fvlg-
ist með Kak í störfum hans og leikjum og hvernig hann tekur
þátt í hinni alvarlegu lífsbaráttu foreldranna. Þessi bólt ætti
að vera í sem flestum skólabókasöfnum.
Æfintýraleikir fyrir börn, eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Akureyri, útg. Þorst. M. Jónsson, 1934.
Frú Ragnheiður Jónsdóttir i Ilafnarfirði hefir samið all-
marga smóleiki fyrir börn og unglinga. Iiér birtir hún fjóra
leiki: Dóttir skýjakonungsins, Ilvíti riddarinn, Gilitrutt og
Nátttröllið. Það verður ekki annað sagt, en að þessir harna-
leikir hafi tekizt vel. Þeir eru léttir, víðast hvar eðlilegir og
hafa töluverða fjölbreytni, svo að hvert atriði rekur annað með
nokkrum hraða, eins og nauðsynlegt er á barnaleiksviði. Efn-
ið er tekið úr þjóðsagna- og æfintýraheiminum.
Paul Eipper: Nei! Sko börnin! Vahlimar Össurarson
íslenzkaði.
Þessi bók er skrifuð um börn og er prýdd fjölfla ágætra
mynda af börnum. Segir þar frá ýmsum atvikum úr lífi barn-
anna og er auðfundið, að höfundurinn er næmur fyrir hinum
óteljandi blæbrigðum í sálarlífi þeirra, ýmsir kaflarnir eru
mjög skemmtilegir. Kennarar og foreldrar þurfa að lesa ]>ess:>
bók. hún á erindi til allra þeirra, sem börnum unnii.