Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 50
192 MENNTAMÁL skáld Svía. Hann er orðinn aldraður maður, og nýtur mikillar virðingar hjá þjóð sinni. — Övra Lid stendur á fögrum stað, með dásamlegu útsýni yfir Vettern. Heidenstam lók gestunum ást- úðlega. Talaði hann nokkur orð við fulltrúa frá hverri þjóð. Lét hann þess getið við mig, að liann hefði ávallt unnað íslandi og islenzkum bókmenntum, og bað mig að bera sögueyjunni kveðju sina. Yfirleitt voru margir á móti þessu, er þekktu nokkuð til íslenzkra fornbókmennta, enda voru margir kennarar við æðri skóla, og því liáskólagengið fólk. Einn Finnlendinganna, lektor frá Helsingfors, sagði mér, að hann liefði þýtt á finnsku Þryms- kviðu og Guðrúnarkviðu, og nú kvaðst hann vera að fást við þýðingu Hávamála. Virtist mér almennur áhugi hjá fólki fyrir þvi að kynnast íslandi og íslendingum, og ýinsir spurðu mig, hvorl það mundi nú vera mjög erfitt að læra ný-íslenzku. Carl Larson, sá, er mótinu stjórnaði, notaði livert tækifæri til að láta í Ijós ást sína á ÍSlandi, kvaðst hann hafa óskað sér að koma hingað, í yfir tuttugu ár, og ekkert sagðist liann þekkja í bók- menntum heimsins, er jafnaðist á við Gísla sögu Súrssonar, að sínum dómi. Margt var það, er mér þótti gaman að veita athygli, bæði í fyrirlestrum og rökræðum Svía um móðurmál sitt. Það er vita- skuld ýmislegt svipað og hér hjá okkur. Sumir vilja gera rétt- ritun léttari, aðrir vilja halda fast i fornar venjur. Hljóðvillur hafa þeir einnig við að slríða, líkt og við. Eru það t. d. liljóðin e og a, sem valda miklum erfiðleikum. Sögðu þeir, að börn í ýms- um stöðum landsins gætu engan greinarnmn gert á þessum hljóð- um, svo var auðvitað rætt um erlend lánsorð, eða aðskotaorð og mállýzkurnar, — sem við höfum nú lítið af að segja í ís- lenzkunni. Námskeiðinu lauk með skemmtilegri samkomu. Voru þar flutt mörg minni, eins og gerist við þesskonar tækifæri. Það féll i minn hlut, að mæla nokkur orð fyrir minni Norræna félagsins. En Ingólfur Ástmarsson, kennari frá Súðavík, flutti kveðju frá íslandi, og gerði það fyrst á íslenzka tungu, því að marga fýsti að heyra málið. Eg hafði einnig, eitt kvöldið, lesið upp nokkur íslenzk kvæði, eftir beiðni. Eg hefi einu Sinni áður tekið þátt í námskeiði, sem Norræna félagið gekkst fyrir. Var það í Danmörku fyrir allmörgum ár- um. Er það álit mitt, eftir að hafa sótt þessi tvö námskeið, að það sé bæði fróðlegt og skemmtilegt fyrir íslenzka kennara, að sækja námskeið þessa vinsæla félags, og einkum ágætt tækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.