Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
171
leysi aðalorsök þess, að barnaverndarnefnd verður að
taka barn að lieiman og senda á liæli. Sé faðirinn sjald-
an viðlátinn á heimilinu, verður heimilisstjórnin oft-
ast lítilfjörleg og börnin taka við stjórninni. Verði báðir
foreldrar að vinna utan heimilis, er heimilið i reiði-
leysi, og verða börnin þá oftast götubörn. Fái börnin
algerlega að leika lausum hala, dvelja þau lengst í soll-
inum, en þar þróast bezt allt það, sem illl er i fari
barnanna“. Kemur þetta vel heim við reynslu annara
manna annars staðar.
Það er undantekniug, ef yngri en tíu ára drengir eru
teknir í Máslmltshæli. Og venjulega koma ekki fram
hjá drengjunum stórfelldir gallar l'j'rri en eftir tíu ára
aldurinn. Hælisvistin fer ekki fram úr fimm árum. Þeg-
ar pilturinn fer af hælinu, þarf hann að hafa náð þeim
þroska og þeirri skapfestu, að liann geti að mestu leyti
bjargast sjálfur. Ekki þarf að búast við mikilli aðstoð
frá heimilunum eða ættingjum þessara drengja, eftir
að þeir eru orðnir þetta gamlir. Mikill meiri hluti
drengja, sem verið liefir á hæli þesu, hefir hagað sér
vel, tekið framförum í öllu góðu, og flcstir drcngjanna
orðið nýtir menn í þjóðfélaginu. Forstöðumenn hælis-
ins hafa talið sér skylt, að líta eftir drengjunum, þótt
þeir liafi verið komnir brott.
Þarna í Máshult var byrjað með tuttugu drengi, en
siðar voru húsakynni stækkuð, og eftir það var liægt
að taka á móti þrjátíu piltum.
Eitt mesta fyrirmyndarliælið, sem ég kynntist í utan-
för minni í sumar, var Skrubba Skytsiiem í Svíþjóð.
Heita má, að það hafi allt til sins ágætis. Landrými
er mikið, og skiptast þar á tún, lyngliæðir, holt, ásar,
sléttur, klappir, skóglendi, garðar og alcrar. Bygging-
ar eru miklar og góðar. Þelta er liæli fyrir drengi. Sér-
stök bygging er lianda þeim, svo er liús forstöðumanns-
ins og ibúðarhús fyrir kennara og þjónustufólk. Sjö-