Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 30
172
MENNTAMÁJ,
tíu drengir geta verið á hæli þessu. Nú er þar fullskip-
að. Þeir eru á aldrinum átta ára og upp i tuttugu og
þriggja ára.
Þar er þessi regla: Piltarnir fara á fætur á áttundu
stundu. Klukkan 12—1 er matlilé, 4—5 á daginn og að
vinnu lokinni að kveldi. En vinnu er liætt klukkan liálf-
gengin sjö. Klnkkan álta til níu að kveldi fara pilt-
arnir í rúmið. Sex kennarar eru við hæli þetta, auk
forstöðumanns. Margar eru vistarverur í liæli þessu.
Einn salur er fyrir klæðskera-iðn. Sá ég allskonar fatn-
að, sem drengirnir sjálfir liöfðu saumað. Þeir hæta einn-
ig föt og gera við þau. Þá er þarna leikfimisalur, smiða-
slofur, smiðja, lesstofa, horðstofur, dagstofur og svefn-
skáli, baðliús, þvottahús og fleiri salkynni.
Allskonar húsgögn jjrýddu stofurnar. Höfðu piltarnir
sjálfir smiðað flest þeirra, — eins og horð, stóla, legu-
bekki, skápa, aðrar liirzlur og margt l'leira. Margir
drcngjanna höfðu reynt að prýða kringum sig með ýms-
um munum. Var gerð munanna margvísleg og úr alls
ólíku efni. Margt þessara muna var mjög haglega gert.
Fjöldi er á hælinu gangandi penings. Þar eru tugir
kúa og svína, nokknrir liestar og gnægð alifugla.
Ræktunin er margbreytileg. Mætti nefna þenna jarð-
argróður: Kál, rófur, næpur, jarðepli, bygg, hafra, rúg
og hveili. Blómrækt er þar allmikil. Veiði er þar i stóru
vatni, skammt frá hælinu.
Þarna, eins og viðar á svona liælum, er lieilsa ung-
linganna mjög góð. Læknir skoðar unglingana með vissu
millibili. Það kemur varla fyrir, á sumum liælunum, að
harni verði misdægurs. Nákvæm regla á sinn þátt í því,
nægur svefn og rólegur, á hentugasta tima.
Óvenjulega góður heimilisbragur virtist vera á hæli
þessu. Forstöðumaðurinn, kona hans og kennarar voru
einstaklega alúðleg. Ríkti þarna gleði, einlægni og ástúð.
Óskaði ég, að vér Islendingar ættum því líkan verustað