Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
mér að þessu sinni. Hafði verið efnt til geysimikillar sýningar
í einum stærsta barnaskóla borgarinnar og föng til hennar dregin
víða að. Sýningarsalirnir voru ekki færri en 90 og áskipað í öll-
um. Eru engin tök að lýsa öllu þvi, sem þar var að sjá. FjÖldi
skóla hafði lagt til margbreytt sýnishorn af vinnu nemenda, og
var þessu komið þannig fyrir, að hver grein var i sérstakri deild
út af fyrir sig. Var því auðvelt að rekja þróun vinnubragðanna
stig af stigi, og liægara um að fá yfirlit, en ef hver skóli hefði
verið út af fyrir sig með sina sundurleitu liluti.
Skólaáhaldasalar og útgefendur kennslubóka höfðu geysimarg-
ar og fjölskrúðugar deildir á sýningunni. Mátti þar á mörgu sjá,
hve langt grannþjóðir vorar eru komnar i þvi að notfæra sér
nútimatækni og vísindi i þágu vinnubragða i skólum, og hvort-
tveggja i senn, ánægjulegt að vita erlenda starfsbræður njóta
þessara þæginda við störfin, og gremjulegt að hugleiða, hve óra-
langt vér hér heima stöndum öðrum að baki í þessum efnum.
Ljósa hugmynd um þetta mátti fá af kvikmynd, sem sýnd var
í einum sýningarsalnum, og var hún gerð til að sýna þróun í
sænsku skólastarfi frá upphafi og til þessa dags. Er hún stór-
fróðleg og merkileg i alla staði, enda hefir hinn ágæti skólafröm-
uður Hjálmar Berg, fyrv. kennslumálaráðherra, staðið að upp-
töku myndarinnar. Væri það mikill fengur, ef unnt væri að fá
hana léða hingað til sýningar, og ekki ólíklegt, gð ])að mætti
takast, ef kennslumálastjórnin vildi beita sér fyrir því.
Kennslumálaráðherra Svía, Finna og Dana, þeir Engberg,
Manlere og Borgbjerg, sóttu mótið, og ýmsir fleiri af forystu-
mönnum Norðurlandaþjóðanna i menntamálum. Fluttu þeir marg-
ar ræður, skörulegar og skemmtilegar, en éinkum þótti mikið
til Engbergs koma. Er hann athafnamaður mikill í embætti sínu
og þykir ýmsum hann fara allgeyst og óvægilega fram gegn göml-
um og hefðbundnum háttum í kennslumálum, en það gerir hann,
ef honum sýnist þeir lítils nýtir. Berst hann t. d. mjög ósleiti-
lega gegn prófum i þeirri mynd, sem þau liafa verið, og vill m.
a. jafnvel afnema hin gömlu stúdentspróf. — Hvernig myndi
slíku verða tekið á voru landi, íslandi?
Eftirtektarvert var það, og þó engin tilviljun, hversu oft hneig
talið að viðhorfi Norðurlandaþjóðanna til einræðisstefnanna í
Mið- og Suður-Evrópu. Og i öllum ræðum kvað við einn og
sama tón: Menningarhlutverlc Norðurlandaþjóðanna nú á timum
er fyrst og fremst að varðveita og göfga hinn forna arf, lýð-
ræðið. Hugsanafrelsið og málfrelsið er andlegt lifsskilyrði hinna
norrænu þjóða. — Einstaklingurinn á ekki að vera, og má ekki