Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 56
198
MENNTAMÁL
i of þröngum liúsakynnum minnir enn þá áþreifanlegar
á það, sem vantar.
Á efztu liæð hússins er lieimavist fyrir veikluð börn úr
Reykjavík. Eru tckin þangað tólf börn í einu og látin
dvelja þar þriggja mánaða tíma iivert. Sér bærinn þeim
þarna fyrir ókeypis vist, aðhlynningu og ljóslækningum.
í heimavistinni eru þrjú vel útbúin og sólrik svefnher-
])ergi fyrir börnin, ein stór stofa, sem er borðstofa og
jafnframt les- og vinnustofa. í framskotinu er ljósastof-
an. Á hæðinni eru að auki lækningastofa, hað og kló-
selt, eldhús og húr og herbergi ráðskonu og vinnukonu.
Heimavist þessi mun vera fyrsta tilraun hér á landi til
að sjá veikluðum, fátækum börnum, á skólaskyldu aldri,
fyrir heimavistarskóla, þar sem þau hvorttveggja í senn
safna nýjum kröftum og hressast og stunda aukið nám i
skólanum, eftir jiví sem kraftar Ievfa, jiangað til j)au ná
fullri heilsu og geta stundað nám i almennum skólum
aftur. — Skólastjóri er Jón Sigurðsson.
E. M.
Asf/eir Ásr/eirsson,
fræðslumálastjóri, hefir að undanförnu ferðast um Bandarik-
in og Kanada og flutt þar erindi í ýmsum borgum, aðallega hjá
menntastofnunum og félögum. Fyrirlestrarnir fjalla um bók-
mcnntir og menningu íslenzku þjóðarinnar. Ýms blöð, bæði í
Kanada og Bandaríkjunum, birta greinar um Á. Á. og fara
lofsamlegum og vingjarnlegum orðum um fyrirleslra hans og
ferðalag. f höfuðborg North-Dakotaríkis var honum fagnað af
ríkisstjóra og öðrum háttsettum embættismönnum. Hlýddi þar
hálft þriðja þúsund manns á erindi hans. Guðmundur Grims-
son, héraðsdómari, kynnti Ásgeir áheyrendum. Á vopnahlésdag-
inn, 11. nóv., hélt Ásgeir aðalræðuna í Minneapolisborg. Fræðslu-
málastjórinn mun væntanlegur heim í febrúar.