Menntamál - 01.10.1950, Page 17

Menntamál - 01.10.1950, Page 17
MENNTAMÁL 159 mikillar ánægju, að hafnar eru allumfangsmiklar athug- anir á greindarstigi íslenzkra skólabarna. Tel ég það mjög mikið spor í rétta átt. En þetta er aðeins undirstaða, sem reisa þarf rhiklu víðtækari rannsóknir á. Það þarf t. d. að rannsaka gaumgæfilega námshæfni íslenzkra barna í ein- stökum námsgreinum og samsvaranirnar milli námshæfn- innar og bera þetta saman við hina almennu greindarvísi- tölu. Á slíkum almennum rannsóknum þarf síðan að reisa tillögur um kennslutilhögun og gera víðtækar tilraunir um það, hvað bezt gefist. Eftir þessar almennu athugasemdir vildi ég víkja að stafsetningunni á nýjan leik. Ég hef sjálfur engar rann- sóknir gert í stafsetningarmálum. Til þess hef ég aldrei haft tíma. En ég hef í starfi mínu athugað ýmislegt, sem mér virðist mega draga af nokkrar ályktanir. Ef rann- sóknir leiddu í ljós, að mér skjátlaðist, er ég reiðubúinn til að taka málin til nýrrar athugunar og skipta um skoðun, ef ég sé, að ég hef vaðið í villu og reyk. Fyrst vil ég víkja að því, er mér hefur virzt torvelda mönnum stafsetningarnám. Almennur greindarskortur eða skortur á almennri námshæfni er stundum ástæða þess, að mönnum sækist illa stafsetningarnám. Ég minnist þess ekki að hafa haft undir höndum nokkurn nemanda, sem af kennurum sínum var almennt talinn ógreindur eða illa til náms fallinn, en skaraði fram úr í stafsetningu. Hins minnist ég, að greindum nemendum hefur oft sótzt illa stafsetningarnám, en að því vík ég síðar. Hér virðist mér vera viðfangsefni til rannsóknar. Væri gaman að fá úr því skorið, hvort barn þyrfti að hafa tiltekna greindar- vísitölu til þess að geta numið íslenzka stafsetningu og hver sú vísitala væri. Þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt að athuga, eftir að gerðar hafa verið almennar greindarmæl- ingar á íslenzkum börnum. Annað atriði, sem mér hefur oft sýnzt baga, er allt annars eðlis. Ég hef oft komizt að því, að sjóngallar eða

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.