Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 12
194
MENNTAMÁL
hinna ýmsu atriða raskast. Einnig hættir nemendum til
að sjá hlutina of mikið með sínum augum og gleyma að
setja sig í spor lesandans. Finnum við þennan veikleika
oft hjá fullorðnu fólki, þegar við spyrjum það til vegar, þar
sem það er kunnugt. En takist nemendum að gæta hófs
og draga fram aðalatriðin í lýsingunni, verða ritgerðirnar
oft skemmtilegar og aðgengilegar.
í könnun er ætlazt til, að skýrt sé frá orsök og afleið-
ingu af einhverri ákveðinni staðreynd, t. d. fólkseklu í
sveitum, víkkun íslenzku landhelginnar, bættum flugsam-
göngum eða einhverju þess háttar. Er það ekki á færi alls
þorra nemenda á gagnfræðastigi að skrifa um slík verk-
efni, svo að vel fari. Þau kref jast af þeim hlutlausari athug-
unar og meiri rökvísi en þeir geta látið í té. En freistist
kennari hins vegar til að velja slík verkefni, verður hann
að eyða miklum tíma í undirbúning, ef hann á að vænta
sér nokkurs árangurs.
í hugleiðingu er eitthvert huglægt verkefni tekið til
íhugunar, svo sem: Hvernig getur nemandi bezt haldið
við menntun sinni eftir skólanám? Áhrif útvarps á daglegt
líf og 7 hverju er sannur hetjuskapur fólginn? Mörg þessi
efni eru málshættir eða spakmæli, t. d. Brennt barn forð-
ast eldinn, Sjón er sögu rílcari, Dælt er heima hvat, svo að
nokkur dæmi séu nefnd.
í þessum ritgerðaflokki eru oft verstu og beztu ritgerð-
irnar, og stafar það m. a. af því, að við samningu slíkra
ritgerða geta nemendur lítið stuðzt við þekkingu og sjón-
minni, en verða að byggja meira á reynslu, dómgreind og
þroska. Þessi verkefni krefjast meiri aðgæzlu, nákvæmari
efnisskipunar og sjálfstæðari íhugunar en flest önnur,
en veita jafnframt greindustu nemendum ríkuleg tæki-
færi til að sýna, hvað í þeim býr.
Þó að oftast megi skipa ritgerðum í einhvern þessara
fjögurra meginflokka, geta flestir eða allir þessir rit-
gerðaflokkar verið svo samanslungnir, að erfitt er að