Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 18
200
MENNTAMÁL
áhrif á skipan hinna ýmsu flokka innan bekkjarins. Að
sjálfsögðu er ekki hægt að taka allar óskir til greina, og
verður að benda börnunum á það. Að öðrum kosti verða
börnin vonsvikin, en athugunin getur orðið gagnslaus
eða jafnvel til tjóns, sérstaklega við endurtekningu.
Hverju sinni má segja til um fjölda þeirra, er kjósa
skal. Að jafnaði eru þeir 3 til 5. Vera má, að einhver nem-
andi hiki við að kjósa jafnmarga og tilskilið var, má þá
örva hann lítilsháttar, en þó með allri varúð, t. d.: „Viltu
ekki hugsa þig svolítið betur um,“ eða þ. h. Að sumu leyti
er skynsamlegra að hafa fjölda þeirra, er kjósa skal,
óbundinn. Það getur m. a. gerzt, að nemandanum finnist
hann þurfa að kjósa einhvern, sem hann vill heldur vera
laus við. Hitt getur einnig gerzt, að nemendur, sem marga
félaga eiga, eigi erfitt með að gera mun á þeim. Það verð-
ur að ákveða hverju sinni, hvort skynsamlegra þykir að
binda f jöldann. Oft er ráðlegt að ákveða fyrirfram, hversu
stórir vinnuflokkarnir eigi að vera. Einnig getur reikn-
ingsleg meðferð á niðurstöðunum krafizt einhvers lág-
marksfjölda atkvæða.
Að sjálfsögðu má gera slíkt próf á ýmsum sviðum, og
kennari getur haft gagn af að kynnast kjöri nemenda í
ýmsum greinum. Hér eru nokkur dæmi: Með hverjum vilt
þú helzt vinna í....... (námsgrein) ? Hjá hverjum vilt
þú helzt sitja í bekknum? Hjá hverjum vilt þú helzt sitja
í borðsalnum? Við hvern vilt þú helzt leika þér í frímínút-
unum? Hver ætti að vera foringi bekkjarins? Hver er vin-
sælastur í bekknum? Hver er hjálpfúsastur í bekknum? (3
síðustu spurningarnar eru ekki í fullu samræmi við þær
reglur, er gilda um tengslapróf, en engu að síður geta slík-
ar spuringar stuðlað að bættum skilningi á félagslífinu
í bekknum.) Hugsun og markmið kennarans ræður að
sjálfsögðu mestu um spurningarnar. Hver sem spuring-
in er, verður hún að vera ljós og ótvíræð. Sömuleiðis