Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 61
MENNTAMÁL
243
Kennarastéttin er íhaldssöm, svo sem hver önnur emb-
ættisstétt. Námsskrár, settar að hennar ráði, verða því
nokkuð fornlegar og fylgjast ekki með framþróun þekking-
ar og atvinnuhátta, en þær gefa skólunum tryggan starfs-
grundvöll, því að kennarar þekkja öðrum betur námsháttu
og námsgetu barnanna, og það varðar mestu.
Námsskrá frá 1929, sem enn gildir í flestum sveita-
skólum og mörgum minni þorpa, þar sem skólaskipun
gildandi fræðslulaga er ekki komin til framkvæmda, er
svo rúm, að hún heftir engan framsækinn kennara í starfi
sínu, og þó svo ýtarleg, að hún veitir hverjum miðlungs
kennara næga leiðbeiningu um niðurröðun námsefnis. Ýtar-
legust er hún í móðurmáli og reikningi, svo sem vera ber,
en þar hafa prófin truflað rétta framkvæmd.
Námsskrá frá 1948 mun enn gilda í öllum stærri barna-
skólum landsins. Hún gerir líkar heildarkröfur til kennsl-
unnar og eldri skráin, en er þó mun þrengri, enda væru
þar nokkur ákvæði hæfum kennurum til ásteytingar, ef
þeir tækju þau bókstaflega.
Námsskrá á að vera bindandi. Kennarar eiga að hlýða
henni bókstaflega. Þess vegna á hún að gera glögga grein
fyrir lágmarks kennslukröfum í hverri grein, sem skól-
unum ber að kenna. Auk þess á hún að gera góða grein
fyrir aldursbundnum námskröfum í þeim greinum, — og
þeim greinum einum, — sem miklu máli skipta við flutn-
ing nemenda milli skóla, svo að flutningurinn valdi ekki
meinlegri truflun á námsferlinum. En námsskráin má ekki
hefta lifandi og frjósamt kennslustarf. Þess vegna má
hún alls elcki fyrirskipa ákveðnar kennsluaðferðir né ein-
slcorða námið við ákveðnar námsbækur eða kafla í náms-
bókum. Þess vegna verður hún einnig að ætla hverjum
kennara drjúgan tíma til frjálsrar meðferðar eigin hugð-
arefna og áhugaefna nemendanna.
Gott er að leiðbeiningar um niðurskipun námsefnis, á
stundaskrá og missira, fylgi námsskrá, svo og ábendingar