Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
277
Ég er eini íastráðni kennarinn við skólann. Tímakennarar ann-
ast kennslu í handavinnu og söng. Urn hitt verð ég að sjá.
Eftirfarandi kafli lýsir venjulegum degi, og er þá gert ráð fyrir,
að allir séu heilbrigðir og allt gangi slétt cg fellt.
Kl. tæpt átta fer ég á fætur og byrja á því að ræsa fjósavél. Síðan
eru börnin vakin.
Kl. 8,30 hefst fyrsta kennslustundin.
Kl. 9,15 er árbítur og síðan kennsla til hádegis.
Kl. 12—13,30 er liádegisverðar lilé. En á þeim tíma kemur mjólkur-
bíllinn, og þar sem liann flytur mest allar nauðsynjar bæði fyrir
mitt heimili og heimavistina, fer oft drjúgt af þeirn tíma til aðdrátta.
Kl. 13,30—15,30 er kennsla. Einn dag í viku á ég þó frí þennan
tfma, en þá er handavinnukennsla.
Kl. 15,30—17 er kaffihlé. Þá ræsta börnin svefnherbergi sín og
kennslustofuna.
Kl. 17—19 er lesið undir morgundaginn, og eru þá allir inni í
kennslustofunni sem um venjulega kennslu væri að ræða.
Helmingurinn af þessum tíma er notaður til þess að reikna, og
vill þá oft fara svo, að lítið verður um hlé hjá mér. Annars get ég
notað þennan tíma til lesturs eða annars þess, sem hægt er að gera
liávaðalaust inni í kennslustofu.
Kl. 19—20,30 er kvöldverðarhlé.
Kl. 20,30—22 er enn verið í kennslustofunni. Hafi eitthvað verið
eftir af „heimanáminu", þegar farið var að borða, er því lokið nú.
Annars er kvöldvaka. Og er þá ýmist, að hlustað er á útvarpið eða,
sem oftar vill verða, að liið andlega fóður er heimasoðið.
Kl. 22 fara börnin í rúmið og er þá oftast svo komið, að ég tel
mig ekki hafa þörf fyrir öllu lengri starfsdag.
Það mætti einnig geta þess, að oft fer mikið af kennsluhléunum
og slatti af helginni til þess að vinna þau störf, sem liúsvörður
mundi annast, ef hann væri einhver.
Flúðum, Hrun. Arn. 8. júlí 1955.
Gunnar Markússon.
Þetta er eina svarið, er Menntamálum hefur borizt við spurning-
unni: Hversu langur er vinnudagur kennara?
Ég liefði fúslega gert mér það ómak að taka saman yfirlit um
svörin, en svo virðist sem kennarar telji það ckki skipta máli að
vita skil á vinnudegi stéttar sinnar og starfsskilyrðum. Er þá ekki að
vænta, að öðrum sé annara um það
Ritstj.