Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 32
214
MENNTAMÁL
sæi rýrir hugmyndaauðgi barnsins. Ofhröðunin sviptir
barnið nokkrum hluta af æsku sinni, getur valdið varan-
legri truflun á persónuþroskanum og rænt manninn full-
orðinn dýpt og auðgi sannrar mennsku.
Hlutstætt uppeldi.
Starfrænt uppeldi gerist án uppeldislegrar ætlunar.
Maðurinn starfar til þess að geta lifað, en hann mann-
ast í starfi. Óvitandi mótast hann af tíðaranda, tízku og
háttum. Hann tekur svip af stétt sinni, þjóð og umhverfi,
hann veit það e. t. v. ekki sjálfur, en gests augað sér það.
Starfrænt uppeldi er ávallt tengt hlutstæðu lífi. Á hinn
bóginn er jafnan nokkur hætta á því, að markvíst ugpeldi
fjarlægist lifandi líf. Slíkt uppeldi hlítir gerðri áætlun.
Ef það leitar vísindalegrar fótfestu, eru uppeldismarkmið-
in tíðum sett fram með óhlutstæðum og almenum orðum,
og er þá hætta á, að séraðstæður hvers barns gleymist.
Uppeldisfræðilegum vangaveltum sést oft yfir kosti hlut-
stæðs uppeldis. Dæmi: Siðalærdómur er tekinn fram yfir
trúarlega iðJcun og fordæmi.
Uppeldi í skólum mótast oft af þeirri skoðun, að maður-
innn sé fyrst og fremst hugsandi og skiljandi vera, sem
þarfnist einkum kenningar eða lærdóms til þess að geta
lifað. Lengi virtist það vera frumatriði í skólauppeldi,
að fyrst skyldi lært, síðan lifað. En þekkingin er þá fyrst
frjó og lifandi, er hún tengist virku lífi. Og það gerist
auðveldlegast, þegar þekkingin vinnst í hversdagslegu
starfi. Það er misskilningur, að uppeldi geti ekki verið hag-
nýtt og gott án uppeldisfræðilegrar kenningar. Gild þátt-
taka í starfandi lífi og af hversdagslegri nauðsyn hefur
stórkostleg áhrif á verðandi ungling, ekki einungis á félags-
legt siðgæði hans, heldur á sjálfstæði hans að auki. Bókin
getur ekki leyst þau áhrif af hólmi.
í starfrænu uppeldi getur gildi og nauðsyn verks ekki