Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 56
238
MENNTAMÁL
Hér í Reykjavík er að minnsta kosti barnaskólunum
séð fyrir skólalæknum. Það er vafamái, hvort ástæða er
til að auka þá starfsemi, þar eð svo til allar fjölskyldur
hafa sinn fasta heimilislækni. Hins vegar þarf að sjá öllum
skólum bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu,
fyrir læknum, sem hafa með höndum heilsugæzlu í skól-
unum sjálfum.
Það þarf að auka tannlæknisstarfsemina stórlega og
útvega ferðatæki til tannlækninga í sveitum landsins.
Það þarf að ráða nægjanlegan fjölda talkennara.
Meira samstarf þarf milli sálfræðinga og skólanna.
Meðferð vandræðabarna þarf að komast í fastar skorð-
ur. Sömuleiðis fræðsla og umsjá vangefinna barna og ung-
linga.
Skólahúsakynni þarf að auka, svo að ekki þurfi að þrí-
setja í kennslustofur. Skólaleikvelli þarf að gera sóma-
samlega úr garði.
Árið 1952 nam rekstrarkostnaður allra skóla hér á landi
60.5 millj. krónum. Þar við bætast tugir milljóna fyrir ný-
byggingar á skólahúsum, og ef reikna skal vexti og afborg-
anir af þeim, sem fyrir hendi eru. Útgjöld til heilsugæzlu,
þ. e. a. s. laun til lækna, tannlækna, hjúkrunarkvenna, ljósa-
stúlkna og aðstoðarstúlkna tannlækna var tæplega 1 millj.
kr.
Ég held, að skólaæskunni væri greiði gerður, ef meira
væri varið af þessari fjárfúlgu til heilsugæzlu.
Framhaldsnám í sállækningum barna.
Sigurjón lijörnsson sállræffingur stundar nú framhaldsnám í sál-
lækningum barna í Kaupmannahöfn. Sigurjóns bíða mikil verkefni hér
heima. Er þaff fagnaffarefni, aff þessi mikilhæfi náms- og verkmaffur
ieggur stund á Jtessa sérgrein.