Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 195 draga glögga markalínu á milli. Stundum má taka sama verkefnið frá tveimur eða fleiri hliðum, og fer það oft eftir þroska nemandans, hvora leiðina hann velur. Flokkun þessi er því einkum til gagns og glöggvunar fyrir kennara við val ritgerða við hæfi hinna ólíku ein- staklinga bæði í kennslutímum og á prófum. Ég býst við, að öllum, sem við íslenzkukennslu hafa fengizt, hafi borizt í hendur slitróttar, sundurlausar rit- gerðir, þar sem tilgangurinn virðist aðeins hafa verið sá að fylla nokkrar síður í ritgerðabókinni kennaranum til þægðar. Getur verið lærdómsríkt að lesa slíkar ritgerðir með nemendum, láta þá finna gallana á efnismeðferðinni og benda þeim á, í hverju ritgerðunum er ábótavant. Verður nemendum þá Ijóst, að efnisþráðurinn verður að halda sér, þannig að hvert atriðið taki við af öðru og hver atburðurinn reki annan, að í ritgerðinni verði að vera fullt samræmi og rökrétt samhengi, til að tilgang- ur hennar komi skýrt fram. Þá er og greinilegt að nemand- inn verður í upphafi að ákveða, hvaða tökum hann tekur efnið og gera sér meginatriðin vel ljós, fella síðan inn í þau efnisatriði, sem hann telur sig þurfa máli sínu til framdráttar eða til að rökstyðja hugsun sína. Þegar nemandinn reynir að skapa sér yfirlit yfir verk- efnið og skipa því niður, getur verið gott, að hann hafi í huga hina venjulegu skiptingu efnisins í inngang, megin- hluta og niðurlag. í innganginum fer vel á því, að efnið sé skýrt eða kynnt fyrir lesendum, að sagt sé t. d. frá, hvert nemandinn hafi sótt heimild sína, hvort hún sé skráð eða óskráð, hvort þekking hans sé byggð á eigin reynslu eða sótt til annarra. Ef um frásögn er að ræða, er eðlilegt, að skýrt sé frá því, hvar, hvernig og hvenær atburðurinn hafi gerzt og hvort hann standi lifandi fyrir hugskotssjónum eða slæða gleymskunnar hafi breiðzt yfir hann. Nauðsynlegt er, að kynning efnisins sé með þeim hætti, að hún veki áhuga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.