Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 48
230
MENNTAMÁL
að matargjafir yrðu að vera fyrir öll börn skólans, ef
þær væru teknar upp á annað borð.
Við bentum bæjarstjórn einnig á, að það væri engin úr-
lausn á fátækramálum bæjarins að gefa aðeins skólabörn-
um mjólkurpela á dag. Betra væri að verja þeirri fjár-
hæð, sem mundi nema á aðra milljón króna á ári, til að
greiða niður að nokkru einn mjólkurlítra á dag fyrir öll
börn innan 16 ára hjá 20—25% hinna verst stæðu heim-
ila bæjarins. Fyrir sömu eða minni fjárhæð, sem varið
yrði til mjólkurgjafa í skólum til mjög takmarkaðs gagns,
mundi fást raunhæf bót á mataræði þeirra heimila, sem
helzt þyrftu þess með.
Ljóslækningar. Það hefur verið venja í barnaskólum
um áratugi að halda uppi ljóslækningum. Við þetta hefur
starfað ein ljósastúlka í hverjum skóla. Til ljósameð-
ferðar hafa verið valin þau börn, sem skólalækni í sam-
ráði við hjúkrunarkonu af einhverjum ástæðum hefur
fundizt helzt þurfa hennar með. Hafa það aðallega verið
kvefsækin, grannholda og táplítil börn. Þá hafa ævinlega
verið tekin þau börn, sem læknar bæjarins hafa óskað,
að fengju ljósameðferð. Enn fremur hafa börn verið tek-
in til meðferðar eftir beiðni aðstandenda, ef rúm hefur
verið fyrir hendi.
Nokkuð hefur verið deilt um gildi ljósameðferðar. All-
margir, sem rannsakað hafa þessi mál, neita því, að ljósa-
meðferð hafi nokkuð heilsufarslegt gildi. Mér virðist samt,
að áberandi oft braggist börnin við hana. Það er og
undantekningarlítið, að foreldrum finnst slíkt hið sama.
Það skal látið ósagt, hvort þetta er af sjálfri ljósameð-
inni eða af því, að börnin koma nokkrum sinnum á viku
um tvo til þrjá mánuði í ljósastofuna, fá þægilega ró á
ljósabekkjunum, gott viðmót hjá ljósastúlkunni, oft sögu-
lestur, og heitt og kalt bað eftir ljósatímann. Ég mundi
að minnsta kosti ekki leggja til, að ljósameðferð verði
lögð niður í skólunum.