Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 48

Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 48
230 MENNTAMÁL að matargjafir yrðu að vera fyrir öll börn skólans, ef þær væru teknar upp á annað borð. Við bentum bæjarstjórn einnig á, að það væri engin úr- lausn á fátækramálum bæjarins að gefa aðeins skólabörn- um mjólkurpela á dag. Betra væri að verja þeirri fjár- hæð, sem mundi nema á aðra milljón króna á ári, til að greiða niður að nokkru einn mjólkurlítra á dag fyrir öll börn innan 16 ára hjá 20—25% hinna verst stæðu heim- ila bæjarins. Fyrir sömu eða minni fjárhæð, sem varið yrði til mjólkurgjafa í skólum til mjög takmarkaðs gagns, mundi fást raunhæf bót á mataræði þeirra heimila, sem helzt þyrftu þess með. Ljóslækningar. Það hefur verið venja í barnaskólum um áratugi að halda uppi ljóslækningum. Við þetta hefur starfað ein ljósastúlka í hverjum skóla. Til ljósameð- ferðar hafa verið valin þau börn, sem skólalækni í sam- ráði við hjúkrunarkonu af einhverjum ástæðum hefur fundizt helzt þurfa hennar með. Hafa það aðallega verið kvefsækin, grannholda og táplítil börn. Þá hafa ævinlega verið tekin þau börn, sem læknar bæjarins hafa óskað, að fengju ljósameðferð. Enn fremur hafa börn verið tek- in til meðferðar eftir beiðni aðstandenda, ef rúm hefur verið fyrir hendi. Nokkuð hefur verið deilt um gildi ljósameðferðar. All- margir, sem rannsakað hafa þessi mál, neita því, að ljósa- meðferð hafi nokkuð heilsufarslegt gildi. Mér virðist samt, að áberandi oft braggist börnin við hana. Það er og undantekningarlítið, að foreldrum finnst slíkt hið sama. Það skal látið ósagt, hvort þetta er af sjálfri ljósameð- inni eða af því, að börnin koma nokkrum sinnum á viku um tvo til þrjá mánuði í ljósastofuna, fá þægilega ró á ljósabekkjunum, gott viðmót hjá ljósastúlkunni, oft sögu- lestur, og heitt og kalt bað eftir ljósatímann. Ég mundi að minnsta kosti ekki leggja til, að ljósameðferð verði lögð niður í skólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.