Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 84
266
MENNTAMÁL
Bók mín er tilraun til að skýra þessi nýju viðhorf . .. Vona ég, að
viðleitni mín megi verða kennurum nokkur hvöt að reyna fyrir sér
um árangursríkari kennsluaðferðir en nú er almennt beitt.“ (For-
máli, bls. 10—11.)
Hér verður drepið á örfá atriði bókarinnar. í fyrsta kafla er lögð
megináherzla á aukna verkþjálfun, bæði vegna menntunargildis verk-
þjálfunar, sem í engu stendur bóklegu námi að baki, en einnig af
beinni nauðsyn mannkynsins, ef það á að bjargast í sívaxandi þétt-
býli. „Því má ekki hika við að stíga skrefið frani til almennrar kerfis-
bundinnar verkþjálfunar uppvaxandi æsku,“ því að „um leið og
starfsuppeldi þjóðarinnar raskast, brestur grunnurinn að siðgæði
hennar.“ (Bls. 20).
I öðrum kafla er fjallað um athafnahneigð og viðfangsefni. Þar
skilgreinir liöfundur og kynnir nokkur meginhugtök uppeldisfræði
sinnar og bendir á mikilvægi eðlisbundinnar athafnahneigðar fyrir
allt starf og með því einnig allt nám.
I þriðja kaflanum er gerð grein fyrir helztu námshæfileikum og
persónulegum forsendum fyrir árangursríku námi. Er þar að von-
um stiklað á stóru.
Fjórði kaflinn er greinargott yfirlit um greindarmælingar og vand-
kvæði á framkvæmd þeirra. Er lesandanum veitt góð innsýn í við-
fangsefni þessi. Dr. Matthías getur líka drjúgt úr flokki talað, því
að hann hefur brátt lokið hlutfallslega umfangsmestu rannsókn á
greindarfari vegna aðhæfingar greindarprófa, sem gerð mun hafa
verið. Nú er lika svo komið, að íslenzkum kennurum er að verða
sæmilega skiljanlegt, við hvað er átt með sérfræðilegum hugtökum
svo sem greindaraldur og greindarvisitala, en hér er auk þess bent á
takmarkanir greindarmælinganna, og er ekki einskisvert að þekkja þær.
Einnig rekur höfundur í stuttu máli, hvert gagn má hafa af greind-
armælingum.
í sjötta kafla er rökstudd nauðsyn þess að börn og unglingar finni
viðfangsefni, sem altaka hug þeirra. „Nú er markmið uppeldisins
ekki sízt í því fólgið að gera ncmandann hæfan til að lifa og starfa í
mannlegu samfélagi. En til þess þarf hann fyrst og fremst að öðlast
skilning á gildi starfsins og verðmætum menningarinnar. Sá skilning-
ur þróast því aðeins, að unglingurinn glími af eigin hvöt við við-
fangsefni, sem valin eru beint úr athafnasviðum, félagsmálum og
menningu þjóðarinnar.." Æðsta list kennarans er í því fólgin að „laða
nemandann sjálfviljugan til starfs á þeim sviðum, verklegum eða
bóklegum, sem honum virðast vænlegust til þroska." (Bls. 94—95.)
Er viðhorf þetta rakið og rökstutt frekar í sjöunda kafla. Þar er og
gerð grein fyrir þeim vanda, sem kennari á við að etja, er liann