Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 22
204
MENNTAMÁL
nöfn þeirra tveggja félaga, sem þau kysu helzt að vera
með, en síðan þeirra tveggja, er þau vildu sízt vera með.
Gerðu þau þetta hiklaust og án heilabrota.
Að sjálfsögðu er ekki bundið við að börnin skrifi aðeins
nöfn þeirra tveggja félaga, er þau vilja helzt eða sízt
vera með, en reikningsleg meðferð á niðurstöðum er auð-
veldari, ef öll börnin kjósa jafnmarga til eða frá.
Þegar börnin höfðu lokið við að skrifa nöfnin, safn-
aði kennarinn miðunum í ákveðinni röð, þannig að hann
vissi, hvað miða hvert barn átti, merkti þá síðan og
tölusetti.
Það er nokkuð mikið verk að vinna kort eða tengsla-
myndir af fjölmennum bekkjum. Mér virðist hagkvæmt
að byrja á því að skrifa númer barnanna á blað, lóðrétt
niður, og hafa tvær línur fyrir aftan hvert númer. í efri
línuna skrifaði ég síðan þau atkvæði, sem barnið fékk,
táknuð með númerum þeirra, er kusu, en í neðri línuna
númer þeirra barna, er viðkomandi aðili hafði kosið.
Fyrir hvern bekk hafði ég tvö blöð, annað til að tákna já-
kvæða, hitt til að tákna neikvæða afstöðu barnanna.
Með þessu móti virtist mér ég fá nokkuð gott yfirlit í
heild yfir það, hvernig atkvæði féllu. Fylgir hér sýnis-
horn til frekari skýringar.
27 kosið af
nr. 28 18 — 31 kýs
19 — 2 kosið af
nr. 24 8 — 17 kýs
nr. 25 13 — 19 kýs
Tengslamyndir, sem hér fylgja, voru all lengi að fá
það snið, er þær hafa hér, því að það krefst allmikillar