Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 44
226 MENNTAMÁL
1. Bólu-Hjálmar ( ) Ferðalok.
2. Jónas Hallgrímsson ( ) Sálarskipið.
3. Grímur Thomsen ( ) Á Glæsivöllum.
Og þannig- má halda áfram. Einnig má snúa þessu við,
hafa t. d. mun fleiri kvæði en höfunda og setja þá strik
eða sviga við höfundanöfnin fyrir númerin. Auðvitað
gildir einu, hver námsgreinin er, en allt miðar þetta að af-
mörkun viðfangsefnisins. Menn gætu haldið, að form sem
þetta veitti nemendanum of mikla hjálp. Reynslan’ sýnir
þó, að svo er ekki, nema síður sé, og það gildir einnig um
hin formin. Röðun getur einnig verið þannig, að skrifaðir
eru upp nokkrir atburðir, t. d. úr sögu, og beðið er um
að raða þeim eða tölusetja eftir því, í hvaða tímaröð þeir
gerðust. Hér er að lokum eitt dæmi úr dýrafræðiprófi,
sem notað var við barnaskólann á Patreksfirði á s. 1. vori:
Settu númer dýranna hjá ómerktu orðunum til hægri,
eftir því sem við á:
1. hreysiköttur hænsnfugl----------
silungur ----
2. gaupa
3. orri
4. haukur
5. langreyður
6. sjóreyður
7. andarnefja
skíðishvalur
mörður------
ránfugl ----
tannhvalur-----
hefur hártoppa upp úr eyrunum
Próf er byggjast á ákvörðun staða, t. d. borga, fjalla,
fjarða o. þ. h. eða ákvörðun einstakra líkamshluta dýra
eða plantna, eru þekkt og talsvert notuð hérlendis. Þeim
verða að fylgja teikningar eða uppdrættir, því að á slík-
um hjálpartækjum byggjast þau. Prófaðferð, sem bygg-
ist á leiðréttingum eða er hliðstæð stafsetningarverk-
efnum með málvillum, er fremur hentug við próf í er-
lendum tungumálum. Ásamt eyðufyllingaraðferðinni er
þessi aðferð einkum hentug til að ganga úr skugga um
persónulega erfiðleika í náminu og hvar þörf er á beztri
hjálp.