Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 77
MENNTAMÁL
259
héraðsbókasafna ber að veita framhaldsskölanemendum fræðslu í notk-
un bókasafna, ef skólanefndir óska þess og húsakostur er viðunandi.
Söfnin njóta lögákveðins styrks gegn ákveðnu framlagi frá sveitar-
félögum í hlutfalli við íbúatölu þess. Styrkur til skólasafna, hegn-
ingarhúsa og hæla er miðaður við tölu nemenda og vistmanna.
Menntamálaráðherra skal skipa sérstakan bókafulltrúa i skrifstofu
fræðslumálastjóra. Bókafulltrúi skal hafa eftirlit með öllum almenn-
ingsbókasöfnum landsins, leiðbeina stjórnum þeirra og bókavörðum
um bókaval og allt, sem að rekstri bókasafna lýtur.
3. LÖG UM IÐNSKÓLA.
Á síðasta alþingi voru samþykkt lög um iðnskóla, nr. 45/1955.
Hingað til hafa iðnskólar eingöngu verið reknir sem einkaskólar,
eign iðnaðarmannafélaga á ýmsum stöðurn á landinu, en ríkissjóð-
ur veitti skólunum rekstrarstyrk og sums staðar nutu þeir einnig rekstr-
arstyrks frá sveitar-, bæjar- eða sýslufélögum.
Samkvæmt nýju lögunum greiðir ríkissjóður helming stofnkostn-
aðar sjálfstæðra iðnskóla, en hinn hlutinn greiðist af hlutaðeigandi
bæjar-, sýslu- eða sveitarsjóði. Ríkissjóður greiðir einn laun fastra
kennara og styrk til stundakennslu. Annar rekstrarkostnaður greiðist
af sömu aðilum og stofnkostnaður og í sömu hlutföllum. Skólastjórar
og kennarar við iðnskóla geta hér eftir, eins og sams konar starfs-
menn barna-, húsmæðra-, kennara- og menntaskóla fengið eins árs
orlof með fullum launum, er |)eir hafa gegnt kennslustarfi í að
minnsta kosti 10 ár.
Iðnskólar liafa áður heyrt undir iðnaðarmálaráðuneytið, en í hinum
nýju lögum er ákveðið, að menntamálaráðuneytið skuli hafa yfirstjórn
þeirra með höndum.
Löggjöf þessi stefnir að því að skipa iðnfræðslunni eðlilegt sæti
í skólakerfinu. Krafizt er meiri bóklegs undirbúnings en verið hef-
ur, og er það gert til þess, að iðnnemar liafi meira tóm til að sinna
hagnýtu sérnámi í iðnskólanum en áður var.
Lar sem nemendafjöldi nær ekki tilskildu lágmarki (60 nem.) skal
iðndeildin vera sérdeild næsta gagnfræðaskóla, eða námskeið haldin
svipuð og verið hefur.
4. ÖNNUR LÖG.
Þá voru gerðar á síðasta alþingi ýmsar lagabreytingar, er varða
uppeldis- og skólamál að meira eða minna leyti.
a) Lög 25. marz 1955 um stofnun prófessorsembœttis í lœknadeild
Háskóla íslands í lifeðlisfrœði og lífefnafrœði.
b) Heilsuverndarlög, 5. maí 1955.