Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 42
224
MENNTAMÁL
unarfrelsi myndi leiða hungur og vesöld yfir
landið. En í raun og veru vakti fyrir þeim hagur
ýmissa atkvæðamanna í Kaupmannahöfn.
( ) a. Bezta fyrirsögnin fyrir ofanritaðri grein væri:
Jón Sigurðsson.
( ) b. Jón Sigurðsson vann manna mest gegn danskri
einokunarverzlun á íslandi.
( ) c. Ýmsir -háttsettir menn í Kaupmannahöfn höfðu
hag af danskri einokunarverzlun á íslandi.
( ) d. Með verzlunarfrelsinu árið 1854 höfðu íslending-
ar öðlazt mesta verzlunarfrelsi, sem þekktist í
Evrópu á þeim tíma.
Fyrsta atriðið krefst þekkingar á einni, afmarkaðri
staðreynd, önnur spurningin leiðir í ljós áhugamál eða
persónulegt viðhorf til vissra listgreina, hin þriðja sýnir
lífsskoðun eða álit á vissri tegund hegðunar og þeirri
fjórðu er ætlað að leiða í ljós hæfni til að gera sér grein
fyrir ákveðnum upplýsingum, skilgreina þær og draga rétt-
ar ályktanir af þeim. Önnur og þriðja spurningin eru af
þeirri tegund spurninga, sem hafa verður sér í floklci og
ekki má blanda við efnisbundnar spurningar, þar eð per-
sónuleg áhugamál, listskoðun, hugsjón eða hegðun við viss-
ar umstæður verður ekki metið rétt eða rangt. Aftur á
móti eru hundruð slíkra spurninga oft lögð fyrir nemendur
eða fólk á ýmsum aldri og þá sem skipulögð aðferð til per-
sónuskoðunar í ýmsisskonar tilliti, t. d. til stöðuvals.
Réttast val (Multiple Choice). Dæmi.
Próf af þessari gerð má hefja á fullyrðingu, spurnmgu
eða dæmi, sem þá fylgja nokkrar hugsanlegar lausnir. Próf
þetta getur því tekið á sig ýmsar mvndir, og eru nokkrar
þeirra sýndar hér á eftir.
Leiðbeiningar á prófblaðinu þurfa að ákvarða, hvernig
eða hvar merkja skal. Er heldur mælt á móti því að hafa
sviga fyrir framan eins og í dæmunum um rétt — rangt.